Gríntilboð í Ederson - Trafford gæti verið á heimleið - Simons í ensku úrvalsdeildina?
Venni: Ég ætla nú ekkert að saka mína menn um að vera lélegir
„Ef það eru leikmenn sem vilja koma í Leikni þá er allt í lagi að hringja í okkur"
Halli Hróðmars svekktur: Ef það gýs í Snæfellsjökli þá er Grindavík lokað
Ásgeir Frank: Við vonandi f***** lærum af þessu
Amin grét eftir leik: Klikkuð tilfinning og ég gat ekki endað þetta betur
Arnar Grétars: Tekur alltaf einhvern tíma að stimpla eitthvað inn
„Hversu sætt er það að Amin Cosic skori úrslitamarkið í síðasta leiknum sínum og komi okkur á toppinn"
Haraldur Freyr: Skiptingar í heimsklassa
Bjarni Jó: Það voru æðri völd í landinu sem tóku þá ákvörðun
Siggi Höskulds: Kannski hentaði okkur betur að tempóið færi úr leiknum
Hemmi Hreiðars: Þeir lágu í vellinum og töfðu
Aron Elí svekktur með jafnteflið: Afhverju að hætta?
Maggi: Ekki gott, skulum vona að það sé eitthvað minna
Rúnar Kristins: Hann fór með sjúkrabíl í hálfleik
Pablo: Vissum að þetta met var í boði og við vildum slá það
Nikolaj Hansen: Allir vita að ég elska Víking
Danni Hafsteins: Þeir gáfust bara upp eftir fyrri hálfleikinn
Sölvi Geir: Gaman að slá met og skrifa sig í sögubækurnar
Brynjar ræðir hlutverk sitt hjá Víkingi - „Þetta hefur verið góð reynsla"
"Hart barist og mikið hlaupið"
   lau 03. maí 2025 16:21
Anton Freyr Jónsson
Telma: Best fyrir mig í þessari stöðu útaf EM í sumar
Kvenaboltinn
Telma Ívarsdóttir er mættur aftur heim í Kópavoginn
Telma Ívarsdóttir er mættur aftur heim í Kópavoginn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Tilfinningin er mjög góð að mæta aftur á Kópavogsvöll og halda hreinu það er alltaf jafn skemmtilegt." sagði Telma Ívarsdóttir, markmaður Breiðablik sem gékk til liðs við Breiðablik á dögunum að láni frá Rangers í Skotlandi en Breiðablik vann 4-0 sigur á Víking Reykjavík á Kópavogsvelli í dag.


Lestu um leikinn: Breiðablik 4 -  0 Víkingur R.

„Síðustu dagar eru nú bara búnir að vera mjög mikið chill ef ég á að vera hreinskilin, koma heim og hitta fjölskyldu og vini og mæta á æfingar auðvitað en þetta kom bara þannig til að markmaðurinn Katherine Devine meiddist og Rangers spurði hvort ég vildi fara og spila eða ekki, þetta var bara svona undir mér komið þannig ég hugsa að besta fyrir mig í þessari stöðu útaf EM í sumar er að koma heim og fá smá spilatíma áður en maður myndi fara á EM."

Breiðablik er með fullt hús á heimavelli og hafa unnið alla þrjá sína heimaleiki stórt og það er nokkuð ljóst að liðinu líður vel heimavelli í Kópavogi.

„Það er alltaf gott að vera í Kópavogi og ég held að eins og þú segir okkur líður vel rosalega vel þegar við eigum heimaleiki og við sýnum það með frammistöðu þannig við þurfum bara að halda því áfram þangað til þessi pása kemur."


Athugasemdir
banner