Palace opið fyrir því að selja enska tvíeykið - Real Madrid vill að Man Utd nýti endurkaupsrétt sinn á Alvaro - Vardy orðaður við Leeds
   lau 03. maí 2025 17:51
Elvar Geir Magnússon
Lengjudeildin: Dýrkeypt sjálfsmark markvarðar Völsungs
Lengjudeildin
Marc McAusland, fyrirliði ÍR.
Marc McAusland, fyrirliði ÍR.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
ÍR 1 - 0 Völsungur
0-1 Ívar Arnbro Þórhallsson ('37 , sjálfsmark)
Lestu um leikinn

Fyrstu umferð Lengjudeildarinnar lauk með viðureign ÍR gegn nýliðum Völsungs frá Húsavík en leikið var í Egilshöllinni þar sem grasvöllur Breiðhyltinga er ekki tilbúinn.

Á 37. mínútu leiksins tók Alexander Kostic hornspyrnu. Ívar Arnbro Þórhallsson markvörður Völsungs reyndi að grípa boltann en missti hann á klaufalegan hátt inn.

Þrátt fyrir nokkuð þunga pressu Völsungs í lokin reyndist þetta vera eina mark leiksins.

ÍR heimsækir HK á föstudaginn og degi síðar mun Völsungur heimsækja Njarðvík í 2. umferð deildarinnar.
Athugasemdir
banner
banner