
Anna María Baldursdóttir fyrirliði Stjörnunar var að vonum kát eftir leik Stjörnunar og Vals í dag þar sem Stjarnan hafði 1-0 sigur í miklum baráttuleik i fjórðu umferð Bestu deildar kvenna í dag. Sigurinn er sá annar í röð hjá Stjörnunni sem byrjaði mótið illa með tveimur stórtöpum í fyrstu leikjunum. Tilfinningin var því væntanlega góð fyrir Önnu og stöllur hennar.
Lestu um leikinn: Stjarnan 1 - 0 Valur
„Tillfinningin er bara mjög góð. Mér fannst við spila mjög vel og eiga þennan sigur skilið.“
Stjarnan var heilt yfir betra liðið á vellinum í dag og tókst að mestu að stýra flæði leiksins og spila upp á eigin styrkleika. En hvað var það að mati Önnu sem öðru fremur skilaði sigrinum?
„Mér fannst við bara tilbúnar í leikinn. Við mættum þeim vel með leikáætlun og það gekk upp.“
Líkt og fyrr segir tapaði Stjarnan fyrstu tveimur leikjum sínum í mótinu með stórum mun. Nú hafa tveir sigra fylgt því en hvað breyttist? Varla eingöngu það að Anna sneri aftur í lið Stjörnunar?
„Nei alls ekki. Mér fannst fyrstu tveir leikirnir úr karakter hjá okkur og ekki í takt við það sem við vorum að sýna á undirbúningstímabilinu, Þannig að ég held að við höfum skrúfað hausinn rétt á okkur og erum núna að sýna okkar rétta andlit.“
Úrslitin í Bestu deildinni hafa verið að falla í óvæntar áttir í þessum fyrstu umferðum mótsins og oft erfitt að spá í leikina. Er það mat Önnu að deildin sé jafnari og skemmtilegri en áður?
„Já jafnvel ég er ekki frá því. Maður getur í raun ekkert verið að spá fyrir um úrslit. Það er bara kannski dagsform á liðum sem að sker úr um leikina.“
Sagði Anna María en allt viðtalið við hana má nálgast í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir