Newcastle vill læra af síðasta sumri - Arsenal í baráttu við PSG um leikmann - Man Utd búið að krækja í ungan leikmann
   fös 02. maí 2025 22:51
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Ítalía: Stjóri Torino hneig niður gegn Venezia
Mynd: EPA
Torino 1 - 1 Venezia
0-1 Kike Perez ('36 )
1-1 Nikola Vlasic ('77 , víti)

Paolo Vanoli, þjálfari Torino, hneig niður þegar liðið gerði jafntefli gegn Venezia í ítölsku deildinni í kvöld.

Kike Perez sá til þess að Venezia var með forystuna í hálfleik. Hann átti hlaup inn á teiginn og skoraði framhjá Vanja Milinkovic-Savic.

Þegar tæpur stundafjórðungur var til loka venjulegs leiktíma skoraði Nikola Vlasic úr vítaspyrnu og tryggði Torino stig.

Eftir að vítaspyrnan var dæmd ræddi Vanoli við Guillermo Maripan, varnarmann Torino, og hneig niður í kjölfarið. Hann missti ekki meðvintund en mætti ekki í viðtal eftir leikinn. Godinho, aðstoðarmaður hans ræddi við fjölmiðla og fullvissaði þá um að Vanoli væri heill á húfi.

Mikael Egill Ellertsson kom inn á sem varamaður undir lokin hjá Venezia en Bjarki Steinn Bjarkason var ónotaður varamaður. Venezia er í mikilli fallhættu en liðið er stigi frá öruggu sæti þegar þrjár umferðir eru eftir en Lecce sem er stigi á undan á fjóra leiki eftir.
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Napoli 34 22 8 4 54 25 +29 74
2 Inter 34 21 8 5 72 33 +39 71
3 Atalanta 34 19 8 7 67 31 +36 65
4 Juventus 34 16 14 4 51 31 +20 62
5 Bologna 34 16 13 5 52 37 +15 61
6 Roma 34 17 9 8 49 32 +17 60
7 Lazio 34 17 9 8 57 45 +12 60
8 Fiorentina 34 17 8 9 53 34 +19 59
9 Milan 34 15 9 10 53 38 +15 54
10 Torino 35 10 14 11 39 40 -1 44
11 Como 34 11 9 14 44 48 -4 42
12 Udinese 34 11 8 15 36 48 -12 41
13 Genoa 34 9 12 13 29 41 -12 39
14 Cagliari 34 8 9 17 35 49 -14 33
15 Parma 34 6 14 14 40 53 -13 32
16 Verona 34 9 5 20 30 62 -32 32
17 Lecce 34 6 9 19 24 56 -32 27
18 Venezia 35 4 14 17 28 49 -21 26
19 Empoli 34 4 13 17 27 54 -27 25
20 Monza 34 2 9 23 25 59 -34 15
Athugasemdir
banner