Palace opið fyrir því að selja enska tvíeykið - Real Madrid vill að Man Utd nýti endurkaupsrétt sinn á Alvaro - Vardy orðaður við Leeds
Aldís Guðlaugs: Liðsandinn gæti ekki verið betri
„Hún er markmaður númer eitt á Íslandi í dag“
„Við eigum að skammast okkar“
Anna María: Kannski dagsform á liðum sem sker úr um leikina
Elísa Viðars: Mér fannst margt ekki alveg í lagi í okkar leik
Óli Kristjáns: Fer ekki í sögubækurnar sem einhver kampavínsfótbolti
Freyja Karín: Ákveðin drauma byrjun
Donni: Finnst við alltaf eiga séns og ég er stoltur af því
McAusland um páskafríið: Fjölskyldan miklu mikilvægari
Alli Jói: Ég bjóst ekki við að ÍR myndi vinna þennan leik
Aida Kardovic: Það er sorglegt að sjá okkur tapa fjórum leikjum í röð
Bjarni: Gleði og hamingja
Alda Ólafsdóttir: Ótrúlega ánægð með fyrstu þrjú stigin
Skarphéðinn: Ógeðslega lélegt hjá okkur
Bergdís: Fannst úrslitin ekki segja nákvæmlega hvernig leikurinn spilaðist
Telma: Best fyrir mig í þessari stöðu útaf EM í sumar
Ólafur Hrannar: Skemmtilegur markmannskapall sem við höfum átt með Frömurum
Venni: Kjánalegt að stefna að einhverju öðru en að fara upp
Amin Cosic: Búinn að vera bíða eftir þessu marki í svona ár
Haraldur Freyr: Höllin er stór og þetta eru öðruvísi aðstæður
   lau 03. maí 2025 21:01
Sigríður Dröfn Auðunsdóttir
Óli Kristjáns: Fer ekki í sögubækurnar sem einhver kampavínsfótbolti
Kvenaboltinn
Ólafur Helgi Kristjánsson, þjálfari Þróttar í Bestu deild kvenna.
Ólafur Helgi Kristjánsson, þjálfari Þróttar í Bestu deild kvenna.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Úrslitin voru frábær, héldu mér fulllengi á brúninni stelpurnar. 1-0 eftir 30 sekúndur og svo 94 og hálf mínúta þar sem að var mikil barátta þannig að ég hugsa að þetta fari nú ekki í sögubækurnar sem einhver kampavínsfótbolti sem var spilaður í dag en þrjú stig þau ylja og verðskulduð."  sagði Ólafur Helgi Kristjánsson þjálfari Þróttar í Bestu deild kvenna eftir 1-0 sigur liðsins á Tindastóli í dag í 4. umferð Bestu deildar kvenna. 


Lestu um leikinn: Þróttur R. 1 -  0 Tindastóll

Þróttur skoraði eina mark leiksins þegar 30 sekúndur voru liðnar af leiknum. 

„Við lögðum ekkert upp með að skora eftir 30 sekúndur en maður fagnar því þó að það gerist snemma. Sko Tindastóll var með gott leiksskipulag og þær eru með leikmann og leikmenn frammi sem eru skeinuhættar og við þurftum að leggja svolitla áherslu á að loka á það. Mér fannst það takast vel. Mér fannst Makala, senterinn þeirra, sem hefur verið að valda usla í upphafi móts mér fannst við halda hennin vel í skefjum, varnarlínan okkar. Þær spiluðu mikið yfir miðjuna þannig að miðjan var ekki mikið í leik, mikið af seinni boltum. Mér fannst við kannski aðeins ströggla í fyrri hálfleik, það var betra í seinni hálfleik."

„Á boltanum þá vorum við full órólegar og duttum í tangóin sem að Tindastóll vildi hafa. Hann var fullhraður á köflum og hefðum alveg mátt fara svona áttund niður og vera í aðeins rólegri takti en mér fannst við vera. Þannig það var mikill óróleiki í þessum leik, ekki mikið um færi og kannski meiri barátta heldur en gæði."

Viðtalið við Ólaf má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan. 


Athugasemdir
banner
banner
banner