Wilfried Zaha, fyrrum leikmaður Crystal Palace, hefur ekki lokað á þann möguleika að ganga aftur til liðs við félagið þó svo það virðist afar ólíklegt í hans huga.
Zaha spilaði 458 leiki fyrir félagið en hann er uppalinn hjá Palace. Hann gekk til liðs við Man Utd árið 2013 en var mest megnis á láni hjá Palace á þeim tíma áður en hann var að lokum keyptur aftur árið 2015.
Zaha spilaði 458 leiki fyrir félagið en hann er uppalinn hjá Palace. Hann gekk til liðs við Man Utd árið 2013 en var mest megnis á láni hjá Palace á þeim tíma áður en hann var að lokum keyptur aftur árið 2015.
Þessi 32 ára gamli Englendingur er á láni hjá Charlotte FC frá Galatasaray en hann svaraði spurningum aðdáenda á Snapchat um mögulega endurkomu til Palace.
„Ég er ekki einn af þeim sem er að reyna fara aftur í lið þegar ég er ekki með fætur. Palace er að blómstra, eru í úrslitum enska bikarsins. Stundum er best að láta hlutina eiga sig. Ég hef gert það sem ég gerði fyrir félagið," sagði Zaha.
„Ég vil ekki koma til baka, ég er ekki sá sami og ég var, þá eyðileggur maður bara arfleið sína. Mér finnst ég hafa gert nóg, ég kann að meta Palace úr fjarlægt. Það er raunveruleikinn en aldrei segja aldrei, maður veit aldrei."
Athugasemdir