Nkunku búinn að taka ákvörðun - Richarlison gæti snúð aftur til Everton - Rodrygo til Liverpool?
   sun 04. maí 2025 08:15
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Brynjólfur lagði upp - Nokkrir af okkar mönnum í kuldanum
Brynjólfur lagði upp.
Brynjólfur lagði upp.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Birnir fengið takmarkað að spila að undanförnu.
Birnir fengið takmarkað að spila að undanförnu.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Brynjólfur Andersen Willumsson kom inn á sem varamaður í öruggum 6-1 sigri Groningen á Waalwijk í hollensku deildinni í gær.

Brynjólfur kom inn á í stöðunni 5-1 þegar stundarfjórðungur lifði leiks og í lok leiks átti hann síðustu snertinguna áður en Mats Seuntjuns, sem hafði sömuleiðis komið inn á sem varamaður, kom boltanum í netið.

Brynjólfur hefur komið að fimm mörkum í deildinni á tímabilinu en hann var fenginn frá norska félaginu Kristiansund síðasta sumar. Groningen á möguleika á Evrópusæti þrjár umferðir eru eftir; liðið er tveimur stigum frá Sambandsdeildarumspilinu.

Íslendingaliðið Halmstad vann 4-2 heimasigur í sænsku úrvalsdeildinni gegn Varnamo þar sem Gísli Eyjólfsson kom inn á sem varamaður. Gísli hefur komið við sögu í öllum leikjum Halstad á tímabilinu til þessa. Birnir Snær Ingason varð hins vegar að gera sér það að góðu að sitja á bekknum allan tímann en það var í þriðja sinn í síðustu sex leikjum sem Birnir kemur ekkert við sögu.

Halmstad kom sér með sigrinu upp úr fallsæti, liðið er með sjö stig eftir sjö leiki.

Í Króatíu voru okkar menn, Logi Hrafn Róbertsson og Danijel Dejan Djuric, báðir ónotaðir varamenn þegar Istra gerði jafntefli við Lokomotiva Zagreb. Þetta var þriðji leikurinn í röð sem Logi Hrafn kemur ekkert við sögu og sá fjórði í röð hjá Danijel. Logi kom frá FH í janúar og Danijel var keyptur frá Víkingi í febrúar.

Istra er í 6. sæti deildarinnar og hefur að litlu að keppa í síðustu þremur leikjunum. Liðið á ekki möguleika á Evrópusæti og getur ekki fallið.

Í Bandaríkjunum kom Dagur Dan Þórhallsson inn á sem varamaður þegar Orlando City gerði markalaust jafntefli við Chicago Fire í MLS deildinni. Orlando er í 7. sæti Austurdeildarinnar sem stendur. Dagur hefur ekki spilað mikið í síðustu tveimur leikjum en var í byrjunarliðinu í þremur leikjum þar á undan.
Athugasemdir
banner
banner