Eze og Olise gætu sameinast á ný - Veglegur launapakki Wirtz - De Bruyne á leið til Napoli
   lau 03. maí 2025 12:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Fanndís Friðriks spáir í 5. umferð Bestu deildarinnar
Ætli þessi hafi ekki endað inni?
Ætli þessi hafi ekki endað inni?
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Aron Jó skorar sigurmarkið í Krikanum.
Aron Jó skorar sigurmarkið í Krikanum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fimmta umferð Bestu deildarinnar fer fram á sunnudag (3 leikir) og mánudag (3 leikir). Umferðin hefst í Vestmannaeyjum klukkan 14:00 á sunnudag og lýkur með þremur leikjum klukkan 19:15 á mánudagskvöldið.

Fanndís Friðriksdóttir, leikmaður Vals, er spámaður umferðarinnar. Hún fylgir á eftir Magga Matt sem var með fjóra leiki rétta í síðustu umferð.

Svona spáir Fanndís leikjunum:

ÍBV 2 - 1 Vestri (sun, 14:00)
Þórsvöllurinn skilar 3 stigum, 2-1 ÍBV.

ÍA 0 - 0 KA (sun, 17:00)
Erfiður leikur að spá fyrir, hrædd um leiðinlegt jafntefli. Segi boring 0-0.

FH 1 - 2 Valur (sun, 19:15)
Mínir menn í Val vinna þennan leik. Aron Jó með sigurmarkið, 1-2.

Afturelding 2 - 1 Stjarnan (mán, 19:15)
Afturelding vinnur þennan leik, 2-1.

Breiðablik 4 - 3 KR (mán, 19:15)
Þetta verður alvöru marka leikur, Blix vinna þennan leik 4-3 og Höskuldur skorar þrjú.

Víkingur 3 - 1 Fram (mán, 19:15)
Víkingar í smá brasi en vinna þennan 3-1.

Fyrri spámenn:
Eggert Aron (5 réttir)
Maggi Matt (4 réttir)
Þór Llorens (3 réttir)
Halldór Smári (2 réttir)

Stöðuna í deildinni og umræðuþátt um síðustu umferð má nálgast hér að neðan.
Innkastið - Enginn skilaréttur!
Besta-deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Víkingur R. 8 5 2 1 17 - 8 +9 17
2.    Vestri 8 5 1 2 11 - 4 +7 16
3.    Breiðablik 7 5 1 1 13 - 9 +4 16
4.    Valur 8 3 3 2 18 - 12 +6 12
5.    Fram 8 4 0 4 14 - 13 +1 12
6.    KR 8 2 4 2 24 - 18 +6 10
7.    Stjarnan 8 3 1 4 12 - 15 -3 10
8.    Afturelding 8 3 1 4 8 - 11 -3 10
9.    ÍBV 8 2 2 4 7 - 14 -7 8
10.    KA 8 2 2 4 7 - 15 -8 8
11.    FH 7 2 1 4 12 - 12 0 7
12.    ÍA 8 2 0 6 8 - 20 -12 6
Athugasemdir
banner