Næstu þrír leikir ráða framtíð Amorim - Glasner, Southgate, Silva og Iraola orðaðir við Man Utd - Liverpool horfir til Araujo
Gunnar Heiðar um rauða spjald Diouck „leiðinlegt að þurfa að fara í einhvern svona leik"
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
Heimir: Þeir voru að svæfa leikinn og komust upp með það
   fös 02. maí 2025 22:22
Haraldur Örn Haraldsson
Ólafur Hrannar: Skemmtilegur markmannskapall sem við höfum átt með Frömurum
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Ólafur Hrannar Kristjánsson þjálfari Leiknis var nokkuð sáttur með úrslit kvöldsins eftir að liðið hans gerði 1-1 jafntefli gegn Þrótturum.


Lestu um leikinn: Þróttur R. 1 -  1 Leiknir R.

„Þetta var bara þrusu leikur. Við fáum náttúrulega mark á okkur, mjög snemma leiks eftir fast leikatriði sem var kannski smá högg í magann. Við vorum kannski of lengi að vinna okkur inn í leikinn en áttum fína kafla í fyrri hálfleiknum. Seinni hálfleikur, þá byrjum við af krafti og náum að jafna leikinn. Í svona 10-15 mínútur eftir það finnst mér við vera með stjórn á leiknum." Sagði Ólafur.

„Svo fer leikurinn í smá svona ping-pong og kannski ekkert fallegasti fótboltinn spilaður í dag. Það voru bara stöðubaráttur út um allan völl. Ef maður á að vera sanngjarn þá held ég að við séum kannski sáttari með stigið heldur en Þróttararnir. Þeir kannski fengu betri færi í seinni hálfleiknum, en við fengum stöður sem við hefðum getað nýtt örlítið betur og 'moment' þar sem við hefðum átt að róa leikinn."

Leikni er spáð 9. sæti í deildinni samkvæmt þjálfurum og fyrirliðum. Ólafur vill hinsvegar gera betur en það.

„Það er rosa lítið spennandi við það að lenda í 9. sæti þannig jú jú, við ætlum að gera betur en það."

Ólafur Íshólm Ólafsson vildi fara frá Fram rétt fyrir lok gluggans og gerði félagsskipti yfir í Leikni. Þetta gerðist allt mjög hratt en Ólafur er mjög sáttur við þessi skipti.

„Þarna sáum við bara tækifæri, við vorum búnir að vera leita okkur að markmanni. Það að fá jafnt sterkan póst og Óla inn datt bara skemmtilega upp í hendurnar á okkur. Skemmtilegur markmannskapall sem við erum búnir að eiga með Frömurum. Teymið okkar sem við vorum með í fyrra er farið til þeirra og núna fáum við markmann frá þeim. Þannig svona er þetta."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner
banner