Palace opið fyrir því að selja enska tvíeykið - Real Madrid vill að Man Utd nýti endurkaupsrétt sinn á Alvaro - Vardy orðaður við Leeds
Ólafur Hrannar: Skemmtilegur markmannskapall sem við höfum átt með Frömurum
Venni: Kjánalegt að stefna að einhverju öðru en að fara upp
Amin Cosic: Búinn að vera bíða eftir þessu marki í svona ár
Haraldur Freyr: Höllin er stór og þetta eru öðruvísi aðstæður
Ólafur Kristófer: Betra þegar það er minna að gera hjá mér
Gunnar Heiðar: Fannst við aldrei vera minna liðið
Árni Freyr: Óli varði víti svo við sættum okkur við stigið
„Verðum að taka þetta með okkur á koddann og koma graðir í næsta leik"
Gunnar Már: Sama hvað maður segir er ekki hlustað á mann
Hemmi: Við verðum þar, það er morgunljóst
„Þurfum að hætta því að kveikja ekki á okkur í byrjun"
„Það verða læti í okkur, það er alveg klárt"
Gunnar Heiðar: Verður gaman að fá þá á grasið okkar
Nik: Hún hefði í raun ekki átt að spila neitt en hefur gert frábærlega
Óskar Smári eftir 7-1 tap: Furðulegt en satt þá líður mér bara vel
Bjarni Mark: Ég er bara svona kartafla
Túfa um gagnrýni á Val: Ég skil ekkert í þessari umræðu
Viktor Freyr um markmannsmálin: Þetta kom alveg á óvart
Magnús Már: Vantaði meiri áræðni í teignum og meiri grimmd
Rúnar: Náðum aðeins að hrista upp í þeim og hræða þá
   fös 02. maí 2025 22:22
Haraldur Örn Haraldsson
Ólafur Hrannar: Skemmtilegur markmannskapall sem við höfum átt með Frömurum
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Ólafur Hrannar Kristjánsson þjálfari Leiknis var nokkuð sáttur með úrslit kvöldsins eftir að liðið hans gerði 1-1 jafntefli gegn Þrótturum.


Lestu um leikinn: Þróttur R. 1 -  1 Leiknir R.

„Þetta var bara þrusu leikur. Við fáum náttúrulega mark á okkur, mjög snemma leiks eftir fast leikatriði sem var kannski smá högg í magann. Við vorum kannski of lengi að vinna okkur inn í leikinn en áttum fína kafla í fyrri hálfleiknum. Seinni hálfleikur, þá byrjum við af krafti og náum að jafna leikinn. Í svona 10-15 mínútur eftir það finnst mér við vera með stjórn á leiknum." Sagði Ólafur.

„Svo fer leikurinn í smá svona ping-pong og kannski ekkert fallegasti fótboltinn spilaður í dag. Það voru bara stöðubaráttur út um allan völl. Ef maður á að vera sanngjarn þá held ég að við séum kannski sáttari með stigið heldur en Þróttararnir. Þeir kannski fengu betri færi í seinni hálfleiknum, en við fengum stöður sem við hefðum getað nýtt örlítið betur og 'moment' þar sem við hefðum átt að róa leikinn."

Leikni er spáð 9. sæti í deildinni samkvæmt þjálfurum og fyrirliðum. Ólafur vill hinsvegar gera betur en það.

„Það er rosa lítið spennandi við það að lenda í 9. sæti þannig jú jú, við ætlum að gera betur en það."

Ólafur Íshólm Ólafsson vildi fara frá Fram rétt fyrir lok gluggans og gerði félagsskipti yfir í Leikni. Þetta gerðist allt mjög hratt en Ólafur er mjög sáttur við þessi skipti.

„Þarna sáum við bara tækifæri, við vorum búnir að vera leita okkur að markmanni. Það að fá jafnt sterkan póst og Óla inn datt bara skemmtilega upp í hendurnar á okkur. Skemmtilegur markmannskapall sem við erum búnir að eiga með Frömurum. Teymið okkar sem við vorum með í fyrra er farið til þeirra og núna fáum við markmann frá þeim. Þannig svona er þetta."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir