Sádar gera allt til að fá Salah - Semenyo vill helst fara til Liverpool - Liverpool og Barca vilja Guehi
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
   fös 02. maí 2025 22:22
Haraldur Örn Haraldsson
Ólafur Hrannar: Skemmtilegur markmannskapall sem við höfum átt með Frömurum
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Ólafur Hrannar Kristjánsson þjálfari Leiknis var nokkuð sáttur með úrslit kvöldsins eftir að liðið hans gerði 1-1 jafntefli gegn Þrótturum.


Lestu um leikinn: Þróttur R. 1 -  1 Leiknir R.

„Þetta var bara þrusu leikur. Við fáum náttúrulega mark á okkur, mjög snemma leiks eftir fast leikatriði sem var kannski smá högg í magann. Við vorum kannski of lengi að vinna okkur inn í leikinn en áttum fína kafla í fyrri hálfleiknum. Seinni hálfleikur, þá byrjum við af krafti og náum að jafna leikinn. Í svona 10-15 mínútur eftir það finnst mér við vera með stjórn á leiknum." Sagði Ólafur.

„Svo fer leikurinn í smá svona ping-pong og kannski ekkert fallegasti fótboltinn spilaður í dag. Það voru bara stöðubaráttur út um allan völl. Ef maður á að vera sanngjarn þá held ég að við séum kannski sáttari með stigið heldur en Þróttararnir. Þeir kannski fengu betri færi í seinni hálfleiknum, en við fengum stöður sem við hefðum getað nýtt örlítið betur og 'moment' þar sem við hefðum átt að róa leikinn."

Leikni er spáð 9. sæti í deildinni samkvæmt þjálfurum og fyrirliðum. Ólafur vill hinsvegar gera betur en það.

„Það er rosa lítið spennandi við það að lenda í 9. sæti þannig jú jú, við ætlum að gera betur en það."

Ólafur Íshólm Ólafsson vildi fara frá Fram rétt fyrir lok gluggans og gerði félagsskipti yfir í Leikni. Þetta gerðist allt mjög hratt en Ólafur er mjög sáttur við þessi skipti.

„Þarna sáum við bara tækifæri, við vorum búnir að vera leita okkur að markmanni. Það að fá jafnt sterkan póst og Óla inn datt bara skemmtilega upp í hendurnar á okkur. Skemmtilegur markmannskapall sem við erum búnir að eiga með Frömurum. Teymið okkar sem við vorum með í fyrra er farið til þeirra og núna fáum við markmann frá þeim. Þannig svona er þetta."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner