Glugginn í Sádi-Arabíu er enn opinn - Onana, Sterling, Disasi, Santos og Silva orðaðir við félög þaðan
Bjarki Steinn: Við verðum að horfa á það þannig
Guðlaugur Victor: Verður allavega engin afsökun að völlurinn sé ekki nógu góður
Andri Lucas: Ætla að búa mér til mitt eigið Guðjohnsen nafn
Jón Dagur: Augljóst að við ætlum að gera eitthvað í þessum riðli
Daníel Tristan stoltur: Klár í allt sem Arnar vill
Eggert Aron nýtur sín í Bergen - „Freysi hefur treyst mér fyrir hlutunum“
Krefjandi fyrir Kjartan hjá Aberdeen - „Maður er að læra á hverjum degi“
Benoný Breki ætlar upp um deild með Stockport - „Þetta er alvöru klúbbur“
Logi Hrafn ekki ánægður með sína stöðu í Króatíu - „Aldrei sáttur á bekknum“
Gísli Gotti: Besta sem maður getur hugsað sér sem íslenskur fótboltamaður
Elías um samkeppnina við Hákon: Þægilegra samband en á flestum öðrum stöðum
Brynjólfur: Þegar maður spilar vel býst maður við að vera hérna
Rúnar: Ég veit ekki alveg yfir hverju þeir voru að kvarta
Túfa um dómgæsluna: Bara engan veginn rangstaða, ekki nálægt því
„Djöfull er þetta skemmtilegt, svona á þetta að vera“
Guðmundur Baldvin missti ekki trúnna: Ég var manna slakastur inn í klefa í hálfleik
„Virðist ekki hjálpa okkur að vera manni fleiri“
Dóri Árna: Viljandi ákvað að horfa ekki á þetta aftur
Davíð Smári: Fótboltinn gefur og tekur frá þér
Jökull með skilaboð til stuðningsmanna - „Fólk fari að mæta og taki þátt í spennandi titilbaráttu með okkur"
   fös 02. maí 2025 22:22
Haraldur Örn Haraldsson
Ólafur Hrannar: Skemmtilegur markmannskapall sem við höfum átt með Frömurum
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Ólafur Hrannar Kristjánsson þjálfari Leiknis var nokkuð sáttur með úrslit kvöldsins eftir að liðið hans gerði 1-1 jafntefli gegn Þrótturum.


Lestu um leikinn: Þróttur R. 1 -  1 Leiknir R.

„Þetta var bara þrusu leikur. Við fáum náttúrulega mark á okkur, mjög snemma leiks eftir fast leikatriði sem var kannski smá högg í magann. Við vorum kannski of lengi að vinna okkur inn í leikinn en áttum fína kafla í fyrri hálfleiknum. Seinni hálfleikur, þá byrjum við af krafti og náum að jafna leikinn. Í svona 10-15 mínútur eftir það finnst mér við vera með stjórn á leiknum." Sagði Ólafur.

„Svo fer leikurinn í smá svona ping-pong og kannski ekkert fallegasti fótboltinn spilaður í dag. Það voru bara stöðubaráttur út um allan völl. Ef maður á að vera sanngjarn þá held ég að við séum kannski sáttari með stigið heldur en Þróttararnir. Þeir kannski fengu betri færi í seinni hálfleiknum, en við fengum stöður sem við hefðum getað nýtt örlítið betur og 'moment' þar sem við hefðum átt að róa leikinn."

Leikni er spáð 9. sæti í deildinni samkvæmt þjálfurum og fyrirliðum. Ólafur vill hinsvegar gera betur en það.

„Það er rosa lítið spennandi við það að lenda í 9. sæti þannig jú jú, við ætlum að gera betur en það."

Ólafur Íshólm Ólafsson vildi fara frá Fram rétt fyrir lok gluggans og gerði félagsskipti yfir í Leikni. Þetta gerðist allt mjög hratt en Ólafur er mjög sáttur við þessi skipti.

„Þarna sáum við bara tækifæri, við vorum búnir að vera leita okkur að markmanni. Það að fá jafnt sterkan póst og Óla inn datt bara skemmtilega upp í hendurnar á okkur. Skemmtilegur markmannskapall sem við erum búnir að eiga með Frömurum. Teymið okkar sem við vorum með í fyrra er farið til þeirra og núna fáum við markmann frá þeim. Þannig svona er þetta."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir