Watkins orðaður við United - Bayern sýnir Díaz áhuga - Arsenal hefur rætt við Eze
Kiddi Freyr: Ég kann þetta ennþá
Jökull: Ætluðum okkur alla leið en gerðum ekki nóg
Túfa: Lagt mikla vinnu til að verða liðið sem keppir aftur um titla
Óskar: Alltaf gaman að vera í besta liðinu á Íslandi
Bjarni Jó: Mikil reisn í þessu hjá Jóni Daða
Formaðurinn í skýjunum: Stærstu skipti í sögu félagsins
Tómas Þórodds: Jón Daði ekta karakter til að koma heim
Ítarlegt viðtal við Jón Daða - „Sú tilhugsun sat ekki nægilega vel í mér"
Þakklátur Fram fyrir tækifærið - „Sé mig spila lengur á Íslandi"
„Simon er eitthvað rugl góður og Fred líka"
Vann kapphlaupið við tímann - „Búin að leggja ógeðslega mikið á mig"
Gætu ekki beðið um betra umhverfi - „Sagði við Hafrúnu að núna væri þetta að gerast"
Eru fjórar hjá sama félaginu - „Er heppin með það"
Karólína Lea gefur ekkert upp þrátt fyrir háværar sögur
Maggi Már: Mér fannst við vera betri
Óskar Hrafn: Vonaði að það væri undantekningin sem sannaði regluna
Sölvi um Óskar Borgþórs: Bara "no comment"
Nikolaj Hansen: Ég er framherji og vil skora mörk
Heimir Guðjóns: Eigum ekki að fá á okkur mörk úr föstum leikatriðum
Morten Ohlsen eftir tap Vestra: Okkur var refsað
   fös 02. maí 2025 22:22
Haraldur Örn Haraldsson
Ólafur Hrannar: Skemmtilegur markmannskapall sem við höfum átt með Frömurum
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Ólafur Hrannar Kristjánsson þjálfari Leiknis var nokkuð sáttur með úrslit kvöldsins eftir að liðið hans gerði 1-1 jafntefli gegn Þrótturum.


Lestu um leikinn: Þróttur R. 1 -  1 Leiknir R.

„Þetta var bara þrusu leikur. Við fáum náttúrulega mark á okkur, mjög snemma leiks eftir fast leikatriði sem var kannski smá högg í magann. Við vorum kannski of lengi að vinna okkur inn í leikinn en áttum fína kafla í fyrri hálfleiknum. Seinni hálfleikur, þá byrjum við af krafti og náum að jafna leikinn. Í svona 10-15 mínútur eftir það finnst mér við vera með stjórn á leiknum." Sagði Ólafur.

„Svo fer leikurinn í smá svona ping-pong og kannski ekkert fallegasti fótboltinn spilaður í dag. Það voru bara stöðubaráttur út um allan völl. Ef maður á að vera sanngjarn þá held ég að við séum kannski sáttari með stigið heldur en Þróttararnir. Þeir kannski fengu betri færi í seinni hálfleiknum, en við fengum stöður sem við hefðum getað nýtt örlítið betur og 'moment' þar sem við hefðum átt að róa leikinn."

Leikni er spáð 9. sæti í deildinni samkvæmt þjálfurum og fyrirliðum. Ólafur vill hinsvegar gera betur en það.

„Það er rosa lítið spennandi við það að lenda í 9. sæti þannig jú jú, við ætlum að gera betur en það."

Ólafur Íshólm Ólafsson vildi fara frá Fram rétt fyrir lok gluggans og gerði félagsskipti yfir í Leikni. Þetta gerðist allt mjög hratt en Ólafur er mjög sáttur við þessi skipti.

„Þarna sáum við bara tækifæri, við vorum búnir að vera leita okkur að markmanni. Það að fá jafnt sterkan póst og Óla inn datt bara skemmtilega upp í hendurnar á okkur. Skemmtilegur markmannskapall sem við erum búnir að eiga með Frömurum. Teymið okkar sem við vorum með í fyrra er farið til þeirra og núna fáum við markmann frá þeim. Þannig svona er þetta."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner