Palace opið fyrir því að selja enska tvíeykið - Real Madrid vill að Man Utd nýti endurkaupsrétt sinn á Alvaro - Vardy orðaður við Leeds
   lau 03. maí 2025 15:30
Brynjar Ingi Erluson
Byrjunarlið Arsenal og Bournemouth: Partey og White koma inn - Þrjár breytingar hjá gestunum
Thomas Partey er kominn aftur á miðsvæðið
Thomas Partey er kominn aftur á miðsvæðið
Mynd: EPA
Arsenal tekur á móti Bournemouth á Emirates-leikvanginum í 35. umferð ensku úrvalsdeildarinnar klukkan 16:30 í dag.

Mikel Arteta, stjóri Arsenal, ætlar ekki að hrófla mikið við liðinu sem tapaði fyrir Paris Saint-Germain í miðri viku. Hann vill að leikmenn haldi í taktinn fyrir seinni leikinn og eru breytingarnar aðeins tvær.

Thomas Partey kemur inn á miðsvæðið í stað Mikel Merino á meðan Ben White kemur inn fyrir Jurrien Timber.

Andoni Iraola gerir þrjár breytingar á liði Bournemouth. Julian Araujo, Lewis Cook og Marcus Tavernier koma allir inn í byrjunarliðið.

Arsenal: Raya, White, Saliba, Kiwior, Lewis-Skelly, Rice, Partey, Odegaard, Saka, Martinelli, Trossard.

Bournemouth: Arrizabalaga, Araujo, Zabarnyi, Huijsen, Kerkez, Cook, Adams, Tavernier, Kluivert, Ouattara, Evanilson
Athugasemdir
banner
banner
banner