
Þór gerði jafntefli gegn HK í fyrstu umferð Lengjudeildarinnar í Boganum í kvöld. Fótbolti.net ræddi við Sigurð Heiðar Höskuldsson, þjálfara liðsins, eftir leikinn.
Lestu um leikinn: Þór 1 - 1 HK
„Leikurinn einkenndist af miklum hasar og stöðubaráttu. Eftir fyrstu 10-15 mínúturnar sem við vorum ekki nógu góðir fannst mér við taka yfir, sérstaklega fyrri hálfleikinn. Svo í seinni vorum við mun hættulegra liðið. Ég er mjög sár og svekktur að hafa ekki unnið þenann leik," sagði Siggi.
„Við gefum þeim dauðafæri og mark á tveggja mínútna kafla en unnum okkur mjög vel út úr því og spilum glimdrandi fyrri hálfleik þar sem við eigum að skora fleiri en eitt og fleiri en tvö."
Siggi er bjartsýnn fyrir sumarið eftir leik liðsins í kvöld.
„Leikurinn í dag gefur mjög góð fyrirheit. Við erum ánægðir með kraftinn og hugarfarið í liðinu í dag. Fyrstu tíu mínúturnar voru ekki nægilega góðar. Við þurfum að hætta því að kveikja ekki á okkur í byrjun," sagði Siggi.
Athugasemdir