Palace opið fyrir því að selja enska tvíeykið - Real Madrid vill að Man Utd nýti endurkaupsrétt sinn á Alvaro - Vardy orðaður við Leeds
   lau 03. maí 2025 14:07
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Býst við Gumma Kri gegn Aftureldingu - Þorri fór í sprautu
Guðmundur Kristjánsson.
Guðmundur Kristjánsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þorri Mar Þórisson.
Þorri Mar Þórisson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Klukkan 19:15 á mánudag tekur Afturelding á móti Stjörnunni í 5. umferð Bestu deildarinnar.

Guðmundur Kristjánsson, fyrirliði Stjörnunnar, hefur misst af síðustu leikjum liðsins en Jökull Elísabetarson, þjálfari liðsins, býst við því að Guðmundur nái leiknum.

Jökull ræddi við Fótbolta.net í dag.

„Mér sýnist hann verða klár á mánudaginn. Þá eru, fyrir utan langtímameiðsli (Tristan Freyr Ingólfsson og Heiðar Ægisson) bara eftir Þorri (Mar Þórisson) og Jói (Jóhann Árni Gunnarsson)."

„Þeir eru farnir að æfa á fullu núna og stutt í að við sjáum í hópnum. Staðan á hópnum er því mjög góð,"
segir Jökull.

Sú staðreynd að Þorri hafi ekki verið í hópnum í síðustu leikjum hefur verið á milli tannanna á mörgum af þeim sem fjalla um deildina.

Ástæðan fyrir því er þá líka meiðsli?

„Já, hann fór í sprautu og hefur ekki verið til taks. Ég sagði það um daginn að hann væri ennþá að komast inn í hlutina og það hefur verið þannig."

„Hann er að komast vel inn í þetta núna og verður áhugavert að sjá þegar hann kemur inn,"
segir Jökull.


Besta-deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Breiðablik 4 3 0 1 7 - 5 +2 9
2.    Víkingur R. 4 2 1 1 7 - 2 +5 7
3.    Vestri 4 2 1 1 4 - 2 +2 7
4.    ÍBV 4 2 1 1 6 - 5 +1 7
5.    KR 4 1 3 0 12 - 7 +5 6
6.    Fram 4 2 0 2 8 - 6 +2 6
7.    Valur 4 1 3 0 8 - 6 +2 6
8.    Stjarnan 4 2 0 2 7 - 7 0 6
9.    Afturelding 4 1 1 2 1 - 5 -4 4
10.    KA 4 1 1 2 6 - 11 -5 4
11.    ÍA 4 1 0 3 2 - 9 -7 3
12.    FH 4 0 1 3 5 - 8 -3 1
Athugasemdir
banner