Palace opið fyrir því að selja enska tvíeykið - Real Madrid vill að Man Utd nýti endurkaupsrétt sinn á Alvaro - Vardy orðaður við Leeds
   lau 03. maí 2025 17:36
Fótbolti.net
Stuðningsmenn Leeds fögnuðu úrvalsdeildarsætinu á Ölveri
Leeds eru komnir í deild þeirra bestu á ný.
Leeds eru komnir í deild þeirra bestu á ný.
Mynd: Þórir Björgvinsson

Hátt í eitthundrað meðlimir í Stuðningsmannaklúbbi Leeds United á Íslandi komu saman á Ölver í dag og horfðu á sína menn tryggja sér enska B-deildarmeistaratitilinn.

Gríðarleg stemning var á svæðinu og ætlaði þakið að rifna af húsinu þegar Manor Solomon skoraði sigurmark Leeds í leiknum í uppbótartíma.


Formaður Leeds klúbbsins, Árni Þór Birgisson, gaf sér tíma í stutt spjall og sagðist gríðarlega ánægður með titilinn. “100 stig og 95 mörk á tímabilinu er frábær árangur. Við skoruðum fleiri mörk á tímabilinu en nokkur annar klúbbur í ensku deildarkeppninni.

Aðspurður sagðist Árni reikna með að liðið þurfi að styrkja sig töluvert fyrir átökin í úrvalsdeildinni “Já, við þurfum að styrkja okkur í nokkrum stöðum. Ég tel að ef við fáum 5 nýja leikmenn í hópinn þá munum við vera nær miðri deild en fallbaráttunni á næsta tímabili. Liðið er gríðarlega sterkt og með mjög öflugan eigendahóp og stjórnendur sem eru að vinna að því hörðum höndum bakvið tjöldin að styrkja liðið."

En við höfum áhyggjur af því síðar, í dag fagna allir Leedsarar því að fá bikar í hús og vera komnir aftur upp í efstu deild, þar sem liðið á svo sannarlega heima,” sagði Árni.

Fótbolti.net óskar Árna og öðrum Leedsurum á Íslandi innilega til hamingju með daginn.


Athugasemdir
banner
banner