Palace opið fyrir því að selja enska tvíeykið - Real Madrid vill að Man Utd nýti endurkaupsrétt sinn á Alvaro - Vardy orðaður við Leeds
   lau 03. maí 2025 09:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Iraola: VAR dómararnir mikilvægari en dómararnir og það er hættulegt
Evanilson
Evanilson
Mynd: EPA
Evanilson, framherji Bournemouth, verður með liðinu gegn Arsenal í dag þrátt fyrir að hafa fengið rautt spjald í síðustu umferð gegn Man Utd.

Evanilson fékk rautt spjald fyrir brot á Noussair Mazraoui en spjaldið var fellt niður á dögunum. Hann rann þegar hann braut á varnarmanninum en hann fékk upphaflega gult spjald en VAR breytti því í rautt.

Andoni Iraola tjáði sig um ákvörðun VAR á fréttamannafundi fyrir leikinn gegn Arsenal.

„Maður vill auðvitað frekar vera með Evanilson, ekki bara fyrir þennan leik heldur næstu tvo," sagði Iraola.

„Ég hélt að dómurinn myndi standa. Þetta er undarleg tilfinning, nú verðum við að einbeita okkur af leiknum vitandi að hann er til taks, sem er betra, en það breytir ekki ákvörðun dómarans."

„Ég hef ekki beðið um skýringar og enginn hefur hringt í mig til að útskýra ferlið. Eitthvað gekk ekki upp. VAR dómararnir eru orðnir mikilvægari en aðaldómararnir, það er hættulegt," sagði Iraola að lokum.
Athugasemdir
banner
banner