
Þróttur R. 1 - 1 Leiknir R.
1-0 Aron Snær Ingason ('4 )
1-1 Axel Freyr Harðarson ('52 )
Lestu um leikinn
1-0 Aron Snær Ingason ('4 )
1-1 Axel Freyr Harðarson ('52 )
Lestu um leikinn
Reykjavíkurliðin Þróttur og Leiknir áttust við í síðasta leik kvöldsins í Lengjudeildinni.
Þróttarar komust yfir strax á 4. mínútu þegar Aron Snær Ingason skoraði eftir vel útfærða hornspyrnu.
Leiknir fékk upplagt færi til að jafna metin strax í upphafi seinni hálfleiks þegar Þórhallur Ísak Guðmundsson var of lengi að athafna sig og Axel Freyr Harðarson náði boltanum af honum en náði ekki skoti á markið.
Leiknir fékk hornspyrnu í kjölfarið og Dagur Ingi Hammer var í góðu færi en Þórhallur sá við honum. Stuttu síðar skoraði Axel Freyr með góðu skoti fyrir utan teiginn og jafnaði metin.
Þróttur var nálægt því að endurheimta forystuna en Hlynur Þórhallsson átti skot yfir markið úr góðu færi.
Þróttarar fengu annað tækifæri undir lok leiksins en þeir vildu fá vítaspyrnu þar sem þeir töldu að boltinn hafi farið í hönd varnarmanns Leiknis en ekkert dæmt. Brynjar Gautur Harðarson lauk sókninni með skoti rétt framhjá markinu.
Fleira markvert gerðist ekki og jafntefli því niðurstaðan.
Lengjudeild karla
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1. Keflavík | 1 | 1 | 0 | 0 | 3 - 1 | +2 | 3 |
2. Selfoss | 1 | 1 | 0 | 0 | 2 - 1 | +1 | 3 |
3. Fylkir | 1 | 0 | 1 | 0 | 1 - 1 | 0 | 1 |
4. HK | 1 | 0 | 1 | 0 | 1 - 1 | 0 | 1 |
5. Leiknir R. | 1 | 0 | 1 | 0 | 1 - 1 | 0 | 1 |
6. Njarðvík | 1 | 0 | 1 | 0 | 1 - 1 | 0 | 1 |
7. Þór | 1 | 0 | 1 | 0 | 1 - 1 | 0 | 1 |
8. Þróttur R. | 1 | 0 | 1 | 0 | 1 - 1 | 0 | 1 |
9. ÍR | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 - 0 | 0 | 0 |
10. Völsungur | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 - 0 | 0 | 0 |
11. Grindavík | 1 | 0 | 0 | 1 | 1 - 2 | -1 | 0 |
12. Fjölnir | 1 | 0 | 0 | 1 | 1 - 3 | -2 | 0 |
Athugasemdir