Newcastle vill læra af síðasta sumri - Arsenal í baráttu við PSG um leikmann - Man Utd búið að krækja í ungan leikmann
banner
   fös 02. maí 2025 17:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Tveir lykilmenn Spurs tæpir fyrir seinni leikinn
Maddison
Maddison
Mynd: EPA
James Maddison og Dominic Solanke fóru af velli í leik Tottenham gegn Bodö/Glimt en liðin mættust í fyrri undanúrslitaleiknum í Ev?opudeildinni í gær.

Báðir fóru þeir af velli í seinni hálfleik og eru þeir í baráttu við tímann um að ná seinni leiknum sem fram fer í Noregi næsta fimmtudag.

Tottenham vann 3-1 en Bodö/Glimt á gervigrasinu sínu er allt annað skrímsli og gæti markið sem Bodö skoraði undir lokin í gær reynst dýrkeypt fyrir Tottenham.

Ef um vöðvameiðsl er að ræða þá er ljóst að leikmennirnir tveir verða ekki með. Maddison er byrjaður að sýna hversu öflugur hann er og Solanke skilar mikilvægri vinnu fremst á vellinum. Báðir voru þeir á skotskónum í gær.

„Þetta eru tveir risa leikmenn sem liðið verður að hafa klára," segir Stephen Kelly, fyrrum leikmaður Tottenham, á BBC. Ange Postecoglou, stjóri Tottenham, virkaði ekki áhyggjufullur og talaði um að meiðslin væru smávægileg eftir leikinn í gær. Hann sagði svo í dag að Maddison hefði farið í myndatöku og þyrfti að bíða eftir niðurstöðu úr henni.

Það verður að teljast ólíklegt að þeir spili gegn West Ham á sunnudag en það á allt eftir að koma í ljós.

Lucas Bergvall verður þá ekkert meira með á tímabilinu vegna ökklameiðsla.
Athugasemdir
banner