Newcastle vill læra af síðasta sumri - Arsenal í baráttu við PSG um leikmann - Man Utd búið að krækja í ungan leikmann
banner
   fös 02. maí 2025 20:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Lengjudeildin: Nýliðarnir lögðu Grindavík - Jafnt í Boganum
Lengjudeildin
Raul Gomez Martorell
Raul Gomez Martorell
Mynd: Selfoss
Dagur Orri Garðarsson
Dagur Orri Garðarsson
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Selfoss 2 - 1 Grindavík
1-0 Raul Gomez Martorell ('25 )
1-1 Breki Þór Hermannsson ('48 , víti)
2-1 Raul Gomez Martorell ('53 )
Lestu um leikinn

Lengjudeildin er komin af stað en tveimur leikjum af fimm leikjum kvöldsins er lokið.

Nýliðar Selfoss fengu Grindvík í heimsókn á grasið á Selfossi.

Heimamenn voru með yfirhöndina í fyrri hálfleik og voru með verðskuldaða forystu þegar fyrri hálfleikurinn var flautaður af.

Raul Gomez Martorell skoraði með skalal eftir fyrirgjöf frá Aron Lucas Vokes eftir 25 mínútna leik.

Grindvíkingar fengu vítaspyrnu strax í upphafi seinni hálfleiks og Breki Þór Hermannsson skoraði úr henni og jafnaði metin.

Staðan var ekki lengi jöfn því Raul kom Selfyssingum aftur yfir aðeeins fimm mínútum eftir jöfnunarmark Grindvíkinga.

Frosti Brynjólfsson komst í góða stöðu til að bæta við þriðja marki Selfyssinga en vörn Grindavíkur gerði vel að loka á færið og hann átti skot sem Matias Niemela varði vel. Frosti fékk annað tækifæri undir lok leiksins en skotið rétt framhjá.

Það kom ekki að sök því Selfoss, sem komst upp úr 2. deildinni síðasta sumar, er búið að næla í sinn fyrsta sigur.

Þór 1 - 1 HK
0-1 Dagur Orri Garðarsson ('6 )
1-1 Ibrahima Balde ('45 )
Lestu um leikinn

HK sem féll úr Bestu deildinni síðasta sumar heimsótti Þór í Bogann í hörku leik.

Jóhann Þór Arnarsson fékk færi strax í upphafi leiks en Aron Birkir Stefánsson í marki Þórs sá við honum og Jóhann átti síðan skot framhjá.

Stuttu síðar fengu Þórsarar dauðafæri en Atli Þór Sindrason hitti ekki boltann.

Eftir sex mínútna leik brutu gestirnir ísinn. Dagur Orri Garðarson fékk nægan tíma til að athafna sig inn á teignum og skoraði með þrumuskoti upp í þaknetið.

Leikurinn var opinn í báða enda en Þór náði að jafna undir lok fyrri hálfleiks. Ibrahima Balde fékk boltann inn á teignum og skoraði örugglega.

Gestirnir byrjuðu seinni hálfleikinn betur en Þórsarar tóku við sér og fengu tækifæri til að komast yfir, Ibrahima Balde fékk gullið tækifæri en Arnar Freyr Ólafsson varði frábærlega frá honum. Mörkin létu á sér standa og jafntefli niðurstaðan.
Lengjudeild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Keflavík 1 1 0 0 3 - 1 +2 3
2.    Selfoss 1 1 0 0 2 - 1 +1 3
3.    Fylkir 1 0 1 0 1 - 1 0 1
4.    HK 1 0 1 0 1 - 1 0 1
5.    Leiknir R. 1 0 1 0 1 - 1 0 1
6.    Njarðvík 1 0 1 0 1 - 1 0 1
7.    Þór 1 0 1 0 1 - 1 0 1
8.    Þróttur R. 1 0 1 0 1 - 1 0 1
9.    ÍR 0 0 0 0 0 - 0 0 0
10.    Völsungur 0 0 0 0 0 - 0 0 0
11.    Grindavík 1 0 0 1 1 - 2 -1 0
12.    Fjölnir 1 0 0 1 1 - 3 -2 0
Athugasemdir
banner
banner