Kobbie Mainoo, Antoine Semenyo, Brennan Johnson, Marcus Rashford og fleiri koma við sögu
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
banner
   fös 02. maí 2025 21:41
Sölvi Haraldsson
Gunnar Már: Sama hvað maður segir er ekki hlustað á mann
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta var erfiður leikur fyrir okkur. Mér fannst við skapa fín færi í upphafi. Við hefðum þurft að refsa þeim þá. Mér finnst við fá á okkur ódýr mörk fyrir utan þriðja markið þar sem þeir gera mjög vel. Við þurfum að þétta raðirnar og vera meira samstíga.“ sagði Gunnar Már Guðmundsson, þjálfari Fjölnis, eftir 3-1 tap í fyrsta leik sumarsins í Egilshöllinni.

Lestu um leikinn: Fjölnir 1 -  3 Keflavík

Gunnar var ánægður með kafla í fyrri hálfleiknum en fannst mörkin vera óþarfi.

„Það kom mjög góður kafli í fyrri hálfleik. Í upphafi sköpum við okkur góð færi. Þettat mark okkar var algjör sturlun, maður sér þetta ekki oft. Það kemur góður kafli í fyrri hálfleik hjá okkur en þeir ná að skora á frábærum tímapunkti fyrir þá. Algjört óþarfi að hleypa þeim inn í leikinn þar.“

Keflvíkingar byrjuðu seinni hálfleikinn mun betur en Fjölnismenn sem breytti leiknum.

„Við vorum bara lélegir í upphafi seinni hálfleiks og þeir keyrðu yfir okkur. Við fundum ekki lausnir. Var þetta ekki rangstöðu mark í seinni hálfeik hjá þeim? Sama hvað maður segir er ekki hlustað á mann. En dómararnir læra líka af leiknum eins og við.“

Hvernig horfir Gunnar á komandi leiki í Lengjudeildinni eftir byrjun mótsins?

„Maður er spenntur fyrir komandi leikjum. Við teljum okkur ekki vera að fara að vera í þessari baráttu þarna niðri. Eðlilegt að spá okkur þarna þar sem það eru miklar breytingar á liðinu. En menn sem eru að spá í deildina hafa ekki séð nýju mennina okkar.“

Hvað er markmið sumarsins hjá Fjölni?

„Við viljum halda okkur í möguleikum um að komast í umspilið eins lengi og hægt er.“ sagði Gunnar Már að lokum.

Viðtalið við Gunnar má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner