Fyrsta tímabili Orra Steins Óskarssonar með Real Sociedad er lokið vegna meiðsla.
Orri Steinn þurfti að hætta á æfingu á fimmtudaginn vegna meiðsla aftan í læri og félagið tilkynnti að hann muni að öllum líkindum missa af síðustu fjórum leikjum liðsins á tímabilinu.
Orri Steinn þurfti að hætta á æfingu á fimmtudaginn vegna meiðsla aftan í læri og félagið tilkynnti að hann muni að öllum líkindum missa af síðustu fjórum leikjum liðsins á tímabilinu.
Orri skoraði þrjú mörk í 23 leikjum í spænsku deildinni en hann var aðeins níu sinnum í byrjunarliðinu. Hann skoraði þá fjögur mörk í níu leikjum í Evrópudeildinni þar sem hann var fjórum sinnum í byrjunarliðinu.
Hann gekk til liðs við Real Sociedad síðasta sumar frá FC Kaupmannahöfn fyrir 20 milljónir evra.
Íslenska landsliðið kemur saman í byrjun júní og mætir Skotlandi og Norður Írlandi í æfingaleikjum. Það verður áhugavert að sjá hvort íslenski landsliðsfyrirliðinn verði þá til taks.
Athugasemdir