Palace opið fyrir því að selja enska tvíeykið - Real Madrid vill að Man Utd nýti endurkaupsrétt sinn á Alvaro - Vardy orðaður við Leeds
   fös 02. maí 2025 23:19
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Spánn: Dýrmætur sigur Rayo Vallecano í Evrópubaráttunni
Mynd: EPA
Rayo Vallecano 1 - 0 Getafe
1-0 Florian Lejeune ('7 )
Rautt spjald: Djene, Getafe ('80)

Rayo Vallecano lagði Getafe í spennandi leik í Evrópubaráttunni í spænsku deildinni í kvöld.

Florian Lejeune var hetja Rayo Vallecano en hann skoraði eina mark leiksins eftir aðeins sjö mínútna leik þegar hann skallaði boltann í netið eftir hornspyrnu.

Djene, varnarmaður Getafe, fékk að líta rauða spjaldið þegar tíu mínútur voru eftir fyrir kjaftbrúk.

Rayo Vallecano er í 9. sæti með 44 stig, jafn mörg stig og Osasuna sem er í 8. sæti sem gefur þátttökurétt í Sambandsdeildinni. Osasuna á leik til góða gegn Villarreal á morgun. Getafe er í 12. sæti með 39 stig.
Athugasemdir
banner
banner
banner