Palace opið fyrir því að selja enska tvíeykið - Real Madrid vill að Man Utd nýti endurkaupsrétt sinn á Alvaro - Vardy orðaður við Leeds
   fös 02. maí 2025 23:34
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Stórsigur hjá Ágústi og Ægi
Mynd: AB
Ágúst Eðvald Hlynsson var í byrjunarliði AB Kaupmannahöfn þegar liðið vann stórsigur á Skive í C-deildinni í Danmörku. AB var með 3-1 forystu í hálfleik og bætti tveimur mörkum við í seinni hálfleik. 5-1 sigur staðreynd. Ægir Jarl Jónasson kom inn á 68. mínútu.

Liðið er í 5. sæti með 34 stig eftir 25 umferðir. Jóhannes Karl Guðjónsson er þjálfari liðsins.

Damir Muminovic lék allan leikinn þegar DPMM vann 2-1 gegn Tanjong Pagar í Singapor. DPMM er í 6. sæti með 35 stig eftir 29 umferðir.

Brynjar Ingi Bjarnason var í byrjunarliðinu og Viðar Ari Jónsson kom inn á sem varamaður þegar HamKam gerði markalaust jafntefli gegn KFUM Oslo í efstu deild í Noregi. HamKam er í 13. sæti með 4 stig eftir fimm umferðir.

Helgi Fróði Ingason lék allan leikinn í 1-0 tapi Helmond gegn Den Bosch í næst efstu deild í Hollandi. Liðið er í 13. sæti með 46 stig fyrir lokaumferðina.

Hólmbert Aron Friðjónsson kom ekkert við sögu þegar Preussen Munster rúllaði yfir Magdeburg 5-0 í næst efstu deild í Þýskalandi. Þetta var dýrmætur sigur fyrir liðið sem er tveimur stigum frá öruggu sæti þegar tvær umferðir eru eftir.
Athugasemdir
banner