Varnarmaðurinn Jonathan Tah er orðaður við Manchester United í þýskum fjölmiðlum. Spænsku stórliðin Barcelona og Real Madrid hafa einnig áhuga á Tah.
Þýski landsliðsmaðurinn hefur ekki farið leynt með það að hann hyggst yfirgefa Bayer Leverkusen þegar samningur hans rennur út í sumar.
Þýski landsliðsmaðurinn hefur ekki farið leynt með það að hann hyggst yfirgefa Bayer Leverkusen þegar samningur hans rennur út í sumar.
Barcelona hefur horft til hans í nokkurn tíma en mun fá alvöru samkeppni um hann. Bayern München ku einnig hafa áhuga.
Tah er 29 ára og hefur Manchester United þegar sett sig í samband við umboðsmenn hans, samkvæmt fréttum frá Þýskalandi.
Athugasemdir