Palace opið fyrir því að selja enska tvíeykið - Real Madrid vill að Man Utd nýti endurkaupsrétt sinn á Alvaro - Vardy orðaður við Leeds
Aldís Guðlaugs: Liðsandinn gæti ekki verið betri
„Hún er markmaður númer eitt á Íslandi í dag“
„Við eigum að skammast okkar“
Anna María: Kannski dagsform á liðum sem sker úr um leikina
Elísa Viðars: Mér fannst margt ekki alveg í lagi í okkar leik
Óli Kristjáns: Fer ekki í sögubækurnar sem einhver kampavínsfótbolti
Freyja Karín: Ákveðin drauma byrjun
Donni: Finnst við alltaf eiga séns og ég er stoltur af því
McAusland um páskafríið: Fjölskyldan miklu mikilvægari
Alli Jói: Ég bjóst ekki við að ÍR myndi vinna þennan leik
Aida Kardovic: Það er sorglegt að sjá okkur tapa fjórum leikjum í röð
Bjarni: Gleði og hamingja
Alda Ólafsdóttir: Ótrúlega ánægð með fyrstu þrjú stigin
Skarphéðinn: Ógeðslega lélegt hjá okkur
Bergdís: Fannst úrslitin ekki segja nákvæmlega hvernig leikurinn spilaðist
Telma: Best fyrir mig í þessari stöðu útaf EM í sumar
Ólafur Hrannar: Skemmtilegur markmannskapall sem við höfum átt með Frömurum
Venni: Kjánalegt að stefna að einhverju öðru en að fara upp
Amin Cosic: Búinn að vera bíða eftir þessu marki í svona ár
Haraldur Freyr: Höllin er stór og þetta eru öðruvísi aðstæður
   lau 03. maí 2025 21:04
Sverrir Örn Einarsson
Elísa Viðars: Mér fannst margt ekki alveg í lagi í okkar leik
Kvenaboltinn
Elísa Viðarsdóttir fyrirliði Vals (th)
Elísa Viðarsdóttir fyrirliði Vals (th)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Valur þurfti að gera sér að góðu að lúta í gras er liðið mætti Stjörnunni á Samsungvellinum er liðin mættust í fjórðu umferð Bestu deildar kvenna í dag. Lokatölur 1-0 og fyrsta tap og fyrsta markið sem Valur fær á sig í mótinu staðreynd. Fyrirliði Valskvenna Elísa Viðarsdóttir var til viðtals við Fótbolta.net að leik loknum og sagði um hvað hefði misfarist í leik Vals í dag.

Lestu um leikinn: Stjarnan 1 -  0 Valur

„Mér fannst margt ekki alveg í lagi í okkar leik í dag. Við vorum soft í návígjum og þær voru bara miklu sterkari en við á öllum sviðum. Þær skora þetta eina mark úr föstu leikatriði þar sem við erum steinsofandi og það sker úr um leikinn.“

Leikurinn var hægur og tíðindalítill framan af og var tilfinning fréttaritara að lið Stjörnunar væri að stýra hraða leiksins. Eitthvað sem hélt áfram eftir að Stjarnan náði forystunni. Fannst Elísu Stjarnan ná að draga hraða Valsliðsins niður og hægja á leiknum?

„Ég veit það ekki, Mér fannst að þegar við náðum að spila inn á miðjuna og út í breiddina og keyra á þær við ná góðum upphlaupum inn á milli. En þær voru bara klókar, voru þéttar og var gríðarlega erfitt að brjóta þær niður.“

Að Stjarnan leggi Val er að mörgu leyti saga til næsta bæjar eins og Besta deild kvenna hefur verið síðastliðin ár. Úrslitin í deildinni til þessa hafa mörg hver verið óvænt og ekkert gefið fyrirfram. Metur Elísa það svo að deildin sé jafnari en nokkru sinni fyrr?

„Já ég held að það gefi auga leið. Hvernig mótið hefur spilast fyrstu leikina þá sjáum við að það eru allir að hirða stig af öllum. Nú er þetta spilað svolítið þétt fram að EM og aftur eftir EM þannig að það er líka spurning um það hvernig hóparnir haldast heilir hjá liðunum.“

Sagði Elísa en allt viðtalið við hana má sjá í spilaranum hér að ofan
Athugasemdir
banner