Palace opið fyrir því að selja enska tvíeykið - Real Madrid vill að Man Utd nýti endurkaupsrétt sinn á Alvaro - Vardy orðaður við Leeds
   lau 03. maí 2025 16:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Finnst mjög skrítið að samböndin geti ekki unnið það einhvern veginn saman"
'Mér finnst sérstakt að þetta sé ekki unnið saman'
'Mér finnst sérstakt að þetta sé ekki unnið saman'
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stjarnan heimsækir á mánudag Aftureldingu klukkan 19:15. Að öllum líkindum (ekki kominn staðfestur leiktími á heimasíðu körfuknattleikssambandsins) mun sá leiktími skarast á við oddaleik Stjörnunnar og Grindavíkur í undanúrslitum Bónus deildar karla í körfubolta og mun skarast á við umspilsleik Stjörnunnar og Aftureldingar í Olís deild kvenna í handbolta.

Stuðningsfólk Stjörnunnar þarf því að ákveða sig hvert athyglin á mánudag á að fara.

Fótbolti.net ræddi við Jökul Elísabetarson, þjálfara karlaliðs Stjörnunnar í fótbolta, í dag og var hann spurður út í leiktímann og það að leikurinn mun skarast á við jafn stóran viðburð og oddaleikinn í körfuboltanum.

„Mér finnst þetta sérstakt. Mér finnst mjög skrítið að samböndin geti ekki unnið það einhvern veginn saman. Þetta er ekkert í fyrsta skiptið sem það gerist, Valsararnir sem dæmi hafa verið að lenda í þessu. Mér finnst sérstakt að þetta sé ekki unnið saman, ég held að það sé markmið sambandanna að búa til sem mesta stemningu í kringum alla leiki. Það á að vera hægt að búa til ennþá meiri stemningu," segir Jökull.

„Eins og við náðum síðast (síðasta mánudag), þá var leikurinn okkar fyrir klukkan sex og karfan svo klukkan átta. Það var brilljant, bæði heimaleikir. Það á að vera hægt að búa til eitthvað sturlað dæmi í kringum þessa viðburði, en það er kannski ekki alveg verið að sinna því nógu vel," segir Jökull.
Athugasemdir
banner
banner
banner