Newcastle vill læra af síðasta sumri - Arsenal í baráttu við PSG um leikmann - Man Utd búið að krækja í ungan leikmann
banner
   fös 02. maí 2025 19:15
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Amorim: Þeir sem eru tæpir munu ekki spila
Mynd: EPA
Rúben Amorim, stjóri Man Utd, mun fara mjög varlega með leiikmenn liðsins á endasprettinum í úrvalsdeildinni.

Liðinu hefur gengið afleitlega í deildinni en stefnan er sett á að vinna Evrópudeildina eftir góðan 3-0 sigur á Athletic Bilbao í fyrri leik liðanna í undanúrslitum í gær.

Noussair Mazraoui fór meiddur af velli í gær og Amorim staðfesti að hann muni ekki spila gegn Brentford á sunnudaginn. Þá gætu fleiri leikmenn verið fjarverandi á sunnudaginn.

„Mazraoui getur ekki spilað. Við verðum spara leikmenn til að vera samkeppnishæfir. Leeikmenn sem eru tæpir munu ekki spila. Við munum fara yfir stöðuna á morgun (í dag) og daginn eftir (laugardag)," sagði Amorim.

„Við verðum að fara varlega, við erum Manchester United, verðum að vera með það hugarfar að við getum unnið leikinn. Við verðum að sýna öllum leikjum virðingu. Maður fær meiri pening eftir því hversu ofarlega við endum í deildinni en við verðum að berjast í Evrópudeildinni."


Athugasemdir
banner