Pep Guardiola er viss um að hann muni í það minnsta taka sér pásu frá fótbolta þegar hann yfirgefur Man City.
Guardiola hefur verið stjóri liðsins frá 2016 en samningurinn hans er í gildi til ársins 2027.
Hann ræddi við ESPN í Brasilíu fyrir leik liðsins gegn Wolves í kvöld.
„Þegar samningi mínum við City er lokið mun ég hætta. Ég veit ekki hvort ég muni hætta alveg en ég mun allavega taka mér pásu," sagði Guardiola.
Hann hefur náð frábærum árangri með liðið en tímabilið í ár hefur verið mikil vonbrigði. Liðið berst um að vinna sér sæti í Meistaradeildinni á næstu leiktíð og er komið í úrslit enska bikarsins þar sem liðið mætir Crystal Palace.
Guardiola sagði í samtali við Sky Sports á Etihad í kvöld að hann muni taka sér pásu þegar hann yfirgefur City en það þarf ekki endilega að þýða að það verði eftir tvö ár.
Athugasemdir