Barcelona í baráttuna um Guehi - Man Utd reynir aftur við Baleba á næsta ári - Muniz fær nýjan samning
   lau 03. maí 2025 08:15
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Emelía Óskars spáir í 4. umferð Bestu kvenna
Kvenaboltinn
Unglingalandsliðskonan Emelía Óskarsdóttir.
Unglingalandsliðskonan Emelía Óskarsdóttir.
Mynd: HB Köge
Spáir því að Sigríður Theodóra innsigli sigur Þróttara.
Spáir því að Sigríður Theodóra innsigli sigur Þróttara.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fjórða umferð Bestu deildar kvenna fer fram í dag, tveir leikir hefjast klukkan 14:00, einn 14:30 og tveir 17:00.

Emelía Óskarsdóttir, leikmaður HB Köge í Danmörku, spáir í leiki umferðarinnar. Emelía er að jafna sig eftir krossbandsslit og styttist í að hún snúi aftur á völlinn.

Hún fylgir á eftir Öddu Baldurs sem var með alla leikina rétta og einn leik hárréttan. Svona spáir Emelía leikjunum:

Fram 0 - 0 FHL
0-0, hörku nýliðaslagur en enginn nær boltanum inn.

Breiðablik 3 - 2 Víkingur
Æsispennandi leikur sem gæti farið í báðar áttir. Segi samt 3-2 fyrir Breiðablik þar sem Sammy Smith hendir í þrennu og svo skorar Bergdís fyrir Víkinga og leggur upp fyrir Lindu.

Þór/KA 0 - 1 FH
FH konur eru mjög heitar og taka þrjú erfið útivallarstig með 1-0 sigri þar sem Elisa Lana setur hann.

Stjarnan 0 - 1 Valur
Held að Stjarnan sýni sig í þessum leik og þetta verði hörku leikur, en Valur tekur þetta 1-0 með marki frá Fanndísi.

Þróttur 2 - 0 Tindastóll
Spái þessu 2-0 fyrir Þrótti eftir mark frá Katie og svo eitt í lokin frá Sigríði Theodóru.

Fyrri spámenn:
Adda Baldurs (5 réttir)
Mist Rúnarsdóttir (4 réttir)
Ásta Eir (2 réttir)

Stöðuna í deildinni má nálgast hér að neðan ásamt umræðuþætti um byrjun Íslandsmótsins.
Uppbótartíminn - Íslenski kvennaboltinn á mannamáli
Besta-deild kvenna
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Breiðablik 16 14 1 1 63 - 12 +51 43
2.    FH 16 11 2 3 39 - 19 +20 35
3.    Þróttur R. 15 9 2 4 27 - 18 +9 29
4.    Valur 16 7 3 6 24 - 24 0 24
5.    Stjarnan 16 7 1 8 26 - 31 -5 22
6.    Þór/KA 16 7 0 9 29 - 31 -2 21
7.    Víkingur R. 16 6 1 9 34 - 38 -4 19
8.    Fram 16 6 0 10 22 - 40 -18 18
9.    Tindastóll 16 5 2 9 20 - 34 -14 17
10.    FHL 15 1 0 14 8 - 45 -37 3
Athugasemdir
banner
banner