
Fyrsta umferðin í Lengjudeild kvenna var spiluð í dag og óhætt að segja að það hafi verið áhugaverð úrslit. Öll liðin sem spáð er fjórum efstu sætunum töpuðu.
Keflavík, sem spáð er efsta sætinu, tapaði óvænt gegn Haukum í Hafnarfirði. ÍA, sem er spáð öðru sæti, tapaði gegn Fylki. ÍBV sem er spáð þriðja sæti tapaði gegn Grindavík/Njarðvík. Þá tapaði Grótta, sem er spáð fjórða sæti, gegn HK.
Það var spenna og dramatík en hér eru öll úrslitin:
Keflavík, sem spáð er efsta sætinu, tapaði óvænt gegn Haukum í Hafnarfirði. ÍA, sem er spáð öðru sæti, tapaði gegn Fylki. ÍBV sem er spáð þriðja sæti tapaði gegn Grindavík/Njarðvík. Þá tapaði Grótta, sem er spáð fjórða sæti, gegn HK.
Það var spenna og dramatík en hér eru öll úrslitin:
Afturelding 1 - 3 KR
0-1 Rakel Grétarsdóttir ('24 )
0-2 Katla Guðmundsdóttir ('44 )
1-2 Saga Líf Sigurðardóttir ('49 )
1-3 Lina Berrah ('59 )
Lestu um leikinn
Fylkir 3 - 1 ÍA
1-0 Marija Radojicic ('5 )
2-0 Harpa Karen Antonsdóttir ('39 )
2-1 Erna Björt Elíasdóttir ('73 , víti)
3-1 Marija Radojicic ('74 )
Lestu um leikinn
Grótta 1 - 2 HK
0-1 Natalie Sarah Wilson ('12 )
0-2 Emilía Lind Atladóttir ('35 )
1-2 Ryanne Molenaar ('57 )
Haukar 2 - 1 Keflavík
1-0 Elín Björg Norðfjörð Símonardóttir ('39 )
2-0 Halla Þórdís Svansdóttir ('45 )
2-1 Ariela Lewis ('90 )
Grindavík/Njarðvík 2 - 1 ÍBV
1-0 Brookelynn Paige Entz ('44 )
1-1 Allison Grace Lowrey ('47 )
2-1 Danai Kaldaridou ('85 )
Athugasemdir