Man Utd eflir leit sína að liðsstyrk - David ofarlega á blaði - Ítölsk félög vilja Greenwood - Liverpool vill Olise
Orðinn markahæstur í sögu Njarðvíkur: Stoltur og stór áfangi fyrir mig
Chris Brazell: Dómarateymið bað okkur afsökunar
Gunnar Heiðar: Rosalega mikið sem gerðist á stuttum tíma
Eyjó Héðins: Aðalatriðið var bara að ná að troða honum inn
Hetja Hauka: Væri helvíti gaman að spila á Laugardalsvellinum
Haddi: Ég er farinn að kannast við mitt KA lið
Aron Bjarna: Mikilvægt að vinna þessa leiki
Fagnaði langþráðum sigri ÍA gegn KR - „Fékk afbrigði af Covid sem enginn hefur fengið"
Ingvar Jóns skilur ekkert: Hugsaði aldrei að hann myndi dæma víti
Arnar Gunnlaugs fámáll - „Umræðan um Víking er orðin fáranleg“
Arnar Grétars: Mér fannst við miklu betri í dag
Gylfi: Ingvar reyndi að taka mig á taugum
Þorsteinn Aron: Ömurlegir í fyrri og alvöru karakter að koma til baka
Viktor Jóns: Loksins að sýna hvað ég get
Rúnar Kristins: Auðveldara að sækja gegn vindinum en með
Jón Þór: Fyllilega verðskuldað og rúmlega það
Emil Atla: Ánægður með árásargirnina hjá okkar liði
Heimir: Varnarleikur liðsins er bara ekki nógu góður
Jökull: Hann tók þetta í sínar eigin hendur
Ómar Ingi: Við þurftum að fara út og gera bara eitthvað
   þri 04. júní 2024 15:41
Elvar Geir Magnússon
London
Ísak Bergmann fékk stóru spurninguna: Hvar spilar hann næsta tímabil?
Icelandair
Ísak Bergmann Jóhannesson.
Ísak Bergmann Jóhannesson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísak Bergmann Jóhannesson er í íslenska landsliðshópnum sem býr sig undir æfingaleiki gegn Englandi og Hollandi. Fótbolti.net ræddi við Ísak Bergmann í bresku höfuðborginni í dag.

„Þetta verður örugglega skemmtilegt. Tveir gríðarlega erfiðir leikir. Þetta er spennandi, Wembley og Holland. Við getum bara farið 'all in' í þessa leiki. Það er enginn að búast við því að við vinnum þessi lið. Við ætlum að vinna í okkar varnarleik og sjá hvað gerist," segir Ísak Bergmann.

Vonast eftir því að vera áfram í Þýskalandi
Ísak var lánaður til Fortuna Dusseldorf í þýsku B-deildinni á þessu tímabili og liðið var grátlega nálægt því að komast upp. Eins og staðan er núna mun Ísak snúa aftur til FC Kaupmannahafnar en óvíst er með hvaða liði hann spilar á næsta tímabili.

Í viðtalinu var Ísak spurður að stóru spurningunni: Hvar mun hann spila næsta tímabil?

„Ekki hugmynd. Það er mjög óljóst núna. Fortuna er að gera allt til að virkja klásúluna sem rennur út eftir nokkra daga. Stuðningsmenn er að setja smá pressu á stjórnina. Ef það gerist ekki þá er ég orðinn leikmaður FCK aftur. Mig langar að vera áfram í Fortuna, mér líður ótrúlega vel í Þýskalandi og stóð mig vel. En þetta er ekki í mínum höndum."

Ísak tjáir sig um svekkelsið sem fylgdi því að Fortuna Dusseldorf hafi ekki náð að komast upp.
Athugasemdir
banner
banner