Man Utd og Liverpool meðal félaga sem vilja David - City reynir við Cambiaso - Romero eitt helsta skotmark Atletico
Luke Rae: Það halda allir að ég sé vélmenni
Jón Þór: Niðurstaðan er bara hræðileg
Óskar Hrafn eftir fimm marka sigur: Við eigum töluvert inni
Heimir Guðjóns: Þýðir ekki að mæta hingað og vera pínulitlir
Aron Sig: Nýt þess að spila og bara geggjað að vera kominn aftur
Haddi: Erum gott lið sem mun vaxa inn í mótið
Jóhann Kristinn: Ætli við höfum ekki skorað megnið af þessum mörkum sjálf
Fanndís: Þessi leikur var spilaður fyrir Ásgerði Stefaníu Baldursdóttur
Hallgrímur Mar: Djöfull var hann mikilvægur
Björgvin Karl: Áttum í rauninni ekkert skilið
Arna um fyrsta markið: Átti alltaf að vera sending
El Clasico úrslitaleikurinn í beinni á Fótbolta.net
Bestur í Mjólkurbikarnum: Gerði þrennu fyrir KR nýorðinn 15 ára
Elmar Cogic: Allir góðir hlutir taka tíma
Sölvi: Neita að trúa því að það séu einhver þreytumerki á okkur
Magnús Már: Þetta er það sem gerist ef það er trú og liðsheild
Alex Freyr: Gleymist í umræðunni að við erum með hörkulið
„Fúlt að tapa fótboltaleik ef við getum kallað þetta fótboltaleik"
Þórsvöllur er gryfja - „Elska þetta vallarstæði"
Gabríel Hrannar: Er fyrst og fremst svekktur
   þri 04. júní 2024 15:41
Elvar Geir Magnússon
London
Ísak Bergmann fékk stóru spurninguna: Hvar spilar hann næsta tímabil?
Icelandair
watermark Ísak Bergmann Jóhannesson.
Ísak Bergmann Jóhannesson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísak Bergmann Jóhannesson er í íslenska landsliðshópnum sem býr sig undir æfingaleiki gegn Englandi og Hollandi. Fótbolti.net ræddi við Ísak Bergmann í bresku höfuðborginni í dag.

„Þetta verður örugglega skemmtilegt. Tveir gríðarlega erfiðir leikir. Þetta er spennandi, Wembley og Holland. Við getum bara farið 'all in' í þessa leiki. Það er enginn að búast við því að við vinnum þessi lið. Við ætlum að vinna í okkar varnarleik og sjá hvað gerist," segir Ísak Bergmann.

Vonast eftir því að vera áfram í Þýskalandi
Ísak var lánaður til Fortuna Dusseldorf í þýsku B-deildinni á þessu tímabili og liðið var grátlega nálægt því að komast upp. Eins og staðan er núna mun Ísak snúa aftur til FC Kaupmannahafnar en óvíst er með hvaða liði hann spilar á næsta tímabili.

Í viðtalinu var Ísak spurður að stóru spurningunni: Hvar mun hann spila næsta tímabil?

„Ekki hugmynd. Það er mjög óljóst núna. Fortuna er að gera allt til að virkja klásúluna sem rennur út eftir nokkra daga. Stuðningsmenn er að setja smá pressu á stjórnina. Ef það gerist ekki þá er ég orðinn leikmaður FCK aftur. Mig langar að vera áfram í Fortuna, mér líður ótrúlega vel í Þýskalandi og stóð mig vel. En þetta er ekki í mínum höndum."

Ísak tjáir sig um svekkelsið sem fylgdi því að Fortuna Dusseldorf hafi ekki náð að komast upp.
Athugasemdir