Það helsta úr slúðurheimum - Robinson efstur á óskalista Liverpool - Mateta eftirsóttur
Óskar Hrafn: Mun finna fyrir óþægindum þegar hann tannburstar sig ef þetta var ekki rétt
Patrick Pedersen: „Við hefðum getað klárað leikinn“
Túfa: Ósanngjarnt að við unnum ekki
Davíð Smári: Fagna því að menn hafi sofið á okkur
Auðun Helgason: Fótboltinn kitlar alltaf
Arnór Gauti: Þetta var bara fullkominn dagur
Höskuldur tileinkaði markið nýfæddri dóttur sinni: Sennilega átt að taka vögguna frekar
Maggi: Eina skiptið á ævinni sem ég er pirraður út í Anton
Dóri Árna: Vonbrigði að fókus Mosfellinga var á að púa á Arnór Gauta
Steini um leikhléið: Sýndi það hvernig þær litu á leikinn
Guðrún: Var bara að njóta þess að vera við hliðina á henni
Karólína sá boltann inni: Hélt ég væri að fara að skora
Sveindís: Ég gæti spilað annan leik núna
Emilía Kiær: Með mjög góða einstaklinga sem spila í Barcelona og Lyon
Ingibjörg stolt: Þær vita hvað þetta þýðir mikið fyrir mig
Siggi Höskulds: Hrikalega sáttur með ungu strákana
„Þegar maður er farinn að deyfa bæði hnén til að geta æft ertu kominn á slæman stað"
Sá myndband í gær sem setti blóð á tennurnar - „Viljum hefna fyrir þetta"
„Ekkert stærsti aðdáandi þess að spila á Kópavogsvelli"
Sneri aftur í landsliðið eftir langa fjarveru - „Mótlætið styrkir mann"
   þri 04. júní 2024 15:41
Elvar Geir Magnússon
London
Ísak Bergmann fékk stóru spurninguna: Hvar spilar hann næsta tímabil?
Icelandair
Ísak Bergmann Jóhannesson.
Ísak Bergmann Jóhannesson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísak Bergmann Jóhannesson er í íslenska landsliðshópnum sem býr sig undir æfingaleiki gegn Englandi og Hollandi. Fótbolti.net ræddi við Ísak Bergmann í bresku höfuðborginni í dag.

„Þetta verður örugglega skemmtilegt. Tveir gríðarlega erfiðir leikir. Þetta er spennandi, Wembley og Holland. Við getum bara farið 'all in' í þessa leiki. Það er enginn að búast við því að við vinnum þessi lið. Við ætlum að vinna í okkar varnarleik og sjá hvað gerist," segir Ísak Bergmann.

Vonast eftir því að vera áfram í Þýskalandi
Ísak var lánaður til Fortuna Dusseldorf í þýsku B-deildinni á þessu tímabili og liðið var grátlega nálægt því að komast upp. Eins og staðan er núna mun Ísak snúa aftur til FC Kaupmannahafnar en óvíst er með hvaða liði hann spilar á næsta tímabili.

Í viðtalinu var Ísak spurður að stóru spurningunni: Hvar mun hann spila næsta tímabil?

„Ekki hugmynd. Það er mjög óljóst núna. Fortuna er að gera allt til að virkja klásúluna sem rennur út eftir nokkra daga. Stuðningsmenn er að setja smá pressu á stjórnina. Ef það gerist ekki þá er ég orðinn leikmaður FCK aftur. Mig langar að vera áfram í Fortuna, mér líður ótrúlega vel í Þýskalandi og stóð mig vel. En þetta er ekki í mínum höndum."

Ísak tjáir sig um svekkelsið sem fylgdi því að Fortuna Dusseldorf hafi ekki náð að komast upp.
Athugasemdir
banner