Slúðurpakki dagsins - Það helsta í slúðrinu: Barcelona vill halda Rashford - Chelsea leiðir baráttuna um Vinicius
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
   þri 04. júní 2024 15:41
Elvar Geir Magnússon
London
Ísak Bergmann fékk stóru spurninguna: Hvar spilar hann næsta tímabil?
Icelandair
Ísak Bergmann Jóhannesson.
Ísak Bergmann Jóhannesson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísak Bergmann Jóhannesson er í íslenska landsliðshópnum sem býr sig undir æfingaleiki gegn Englandi og Hollandi. Fótbolti.net ræddi við Ísak Bergmann í bresku höfuðborginni í dag.

„Þetta verður örugglega skemmtilegt. Tveir gríðarlega erfiðir leikir. Þetta er spennandi, Wembley og Holland. Við getum bara farið 'all in' í þessa leiki. Það er enginn að búast við því að við vinnum þessi lið. Við ætlum að vinna í okkar varnarleik og sjá hvað gerist," segir Ísak Bergmann.

Vonast eftir því að vera áfram í Þýskalandi
Ísak var lánaður til Fortuna Dusseldorf í þýsku B-deildinni á þessu tímabili og liðið var grátlega nálægt því að komast upp. Eins og staðan er núna mun Ísak snúa aftur til FC Kaupmannahafnar en óvíst er með hvaða liði hann spilar á næsta tímabili.

Í viðtalinu var Ísak spurður að stóru spurningunni: Hvar mun hann spila næsta tímabil?

„Ekki hugmynd. Það er mjög óljóst núna. Fortuna er að gera allt til að virkja klásúluna sem rennur út eftir nokkra daga. Stuðningsmenn er að setja smá pressu á stjórnina. Ef það gerist ekki þá er ég orðinn leikmaður FCK aftur. Mig langar að vera áfram í Fortuna, mér líður ótrúlega vel í Þýskalandi og stóð mig vel. En þetta er ekki í mínum höndum."

Ísak tjáir sig um svekkelsið sem fylgdi því að Fortuna Dusseldorf hafi ekki náð að komast upp.
Athugasemdir
banner
banner