Southampton gekk í dag frá sölu á enska framherjanum Danny Ings til Aston Villa en það er ekki eina félagið sem græðir á sölunni. Enski blaðamaðurinn James Pearce greinir frá.
Southampton fékk Ings á láni frá Liverpool árið 2018 áður en hann var keyptur um það bil ári síðar fyrir 20 milljónir punda.
Samkvæmt Pearce þá var Liverpool með klásúlu í samningnum að félagið fengið 20 prósent af gróða af næstu sölu.
Villa keypti Ings frá Southampton í dag fyrir 30 milljónir punda og mun því Liverpool fá 2 milljónir punda í vasann.
Liverpool hefur þegar selt leikmenn fyrir 30 milljónir punda í sumar og er búist við að félagið losi nokkra aðra til að styrkja bæði miðju og sókn.
Athugasemdir