Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 04. ágúst 2022 09:55
Elvar Geir Magnússon
Sterkasta lið 15. umferðar - Nacho og Damir í fjórða sinn
Aron Jóhannsson átti frábæran leik með Val í gær.
Aron Jóhannsson átti frábæran leik með Val í gær.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Theodór Elmar Bjarnason.
Theodór Elmar Bjarnason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Steypustöðin færir þér sterkasta lið hverrar umferðar í Bestu deildinni. Seinna í dag verður opinberað hver er sterkasti leikmaður umferðarinnar.

Einum leik var frestað í 15. umferð (Víkingur - Leiknir) en við látum það ekki stoppa okkur og veljum hér úrvalslið umferðarinnar.

Ólafur Jóhannesson er þjálfari umferðarinnar en hann vann sannfærandi og sanngjarnan sigur gegn sínum fyrri lærisveinum þegar Valur lagði FH 2-0.

Guðmundur Andri Tryggvason skoraði bæði mörkin en auk hans eru Aron Jóhannsson, markvörðurinn Frederik Schram og varnarmaðurinn Hólmar Örn Eyjólfsson í liði umferðarinnar.



Kennie Chopart gerði frábærlega í eina marki leiksins á Akureyri þar sem KR sigraði KA. Theodór Elmar Bjarnason var öflugur á miðsvæði KR-inga í leiknum.

Kameljónið Dagur Dan Þórhallsson lék sem vinstri bakvörður þegar toppliðið vann botnliðið og var valinn maður leiksins. Damir Muminovic skoraði eitt af mörkum Breiðabliks í þessum 3-1 sigri á ÍA.

Tiago Fernandes heldur áfram að blómstra og skoraði bæði mörk Fram í 2-2 jafntefli gegn Stjörnunni.

Svo er það Þjóðhátíðarleikurinn. Nacho Heras skoraði bæði mörk Keflavíkur í 2-2 jafntefli gegn ÍBV. Arnar Breki Gunnarsson skoraði fyrra mark Eyjamanna og var valinn maður leiksins.

Sjá einnig:
Lið 14. umferðar
Lið 13. umferðar
Lið 12. umferðar
Lið 11. umferðar
Lið 10. umferðar
Lið 9. umferðar
Lið 8. umferðar
Lið 7. umferðar
Lið 6. umferðar
Lið 5. umferðar
Lið 4. umferðar
Lið 3. umferðar
Lið 2. umferðar
Lið 1. umferðar
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner