Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   lau 30. júlí 2022 16:40
Elvar Geir Magnússon
Sterkasta lið 14. umferðar - Magnús leikmaður umferðarinnar
Magnús Þórðarson er leikmaður umferðarinnar.
Magnús Þórðarson er leikmaður umferðarinnar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sigurður Bjartur skoraði fyrir KR.
Sigurður Bjartur skoraði fyrir KR.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Eiður Aron í leiknum gegn Leikni.
Eiður Aron í leiknum gegn Leikni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Magnús á mark og stoðsendingu í kvöld svo var hann viðloðandi flest öll færi Framara í kvöld," skrifaði Haraldur Örn Haraldsson í skýrslu um ÍA og Fram sem Framarar unnu 4-0. Magnús Þórðarson er leikmaður 14. umferðar Bestu deildarinnar, í boði Steypustöðvarinnar.

Aðra umferðina í röð eru Magnús og bróðir hans, Halldór Jón Sigurður Þórðarson báðir í liði umferðarinnar en Halldór skoraði í 4-1 útisigri ÍBV gegn Leikni.



Fram á alls fjóra í úrvalsliði 14. umferðar. Jón Sveinsson er þjálfari umferðarinnar og Brynjar Gauti Guðjónsson og Alex Freyr Elísson eru í liðinu.

ÍBV á þrjá fulltrúa en auk Halldórs eru það Eiður Aron Sigurbjörnsson og Atli Hrafn Andrason.

Anton Ari Einarsson og Höskuldur Gunnlaugsson eru í liðinu eftir markalaust jafntefli toppliðs Breiðabliks gegn FH þar sem Hafnfirðingar léku manni fleiri nánast allan leikinn.

Sigurður Bjartur Hallsson skoraði í 3-3 jafntefli KR og Vals og var valinn maður leiksins. Nökkvi Þeyr Þórisson heldur áfram að vara heitur fyrir KA og skoraði í 3-1 útisigri gegn Keflavík.

Umferðinni lauk í dag með 2-2 jafntefli Stjörnunnar og Víkings þar sem Viktor Örlygur Andrason var valinn maður leiksins.

Sjá einnig:
Lið 13. umferðar
Lið 12. umferðar
Lið 11. umferðar
Lið 10. umferðar
Lið 9. umferðar
Lið 8. umferðar
Lið 7. umferðar
Lið 6. umferðar
Lið 5. umferðar
Lið 4. umferðar
Lið 3. umferðar
Lið 2. umferðar
Lið 1. umferðar

Leikmenn umferðarinnar:
13. umferð - Halldór Jón Sigurður Þórðarson (ÍBV)
12. umferð - Bjarki Aðalsteinsson (Leiknir)
11. umferð - Halldór Smári Sigurðsson (Víkingur)
10. umferð - Ísak Snær Þorvaldsson (Breiðablik)
9. umferð - Eyþór Aron Wöhler (ÍA)
8. umferð - Guðmundur Magnússon (Fram)
7. umferð - Daníel Laxdal (Stjarnan)
6. umferð - Jason Daði Svanþórsson (Breiðablik)
5. umferð - Tryggvi Hrafn Haraldsson (Valur)
4. umferð - Ísak Snær Þorvaldsson (Breiðablik)
3. umferð - Emil Atlason (Stjarnan)
2. umferð - Oliver Stefánsson (ÍA)
1. umferð - Ísak Snær Þorvaldsson (Breiðablik)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner