Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   þri 04. október 2022 23:46
Brynjar Ingi Erluson
Bayern ætlar ekki að vera með í baráttunni um Bellingham
Jude Bellingham
Jude Bellingham
Mynd: Getty Images
Oliver Kahn, framkvæmdastjóri Bayern München í Þýskalandi, hefur svo gott sem staðfest að félagið ætli ekki að taka þátt í kapphlaupinu um enska miðjumanninn Jude Bellingham.

Bellingham verður langheitasti bitinn á markaðnum á næsta ári, en síðustu þrjú tímabil hefur hann verið með bestu mönnum Borussia Dortmund.

Dortmund keypti hann frá Birmingham árið 2020 og er hann fastamaður á miðjunni. Félagið vill fá í kringum 130 milljónir evra fyrir hann á næsta ári en Liverpool, Manchester City og Manchester United eru meðal þeirra sem eltast við hann og þá eru spænsku félögin Barcelona og Real Madrid einnig í baráttunni.

Bayern, sem hefur það að sið að sækja leikmenn frá Dortmund, ætlar líklega ekki að vera með í baráttunni um Englendinginn.

„Við erum ekkert að hugsa um það. Bellingham er auðvitað stórkostlegur leikmaður, en við erum með Kimmich, Goretzka, Gravenberch og Sabitzer. Ég get sagt að við séum í geggjuðum málum fyrir þessa stöðu," sagði Kahn við Bild.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner