Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   fös 04. desember 2020 07:00
Brynjar Ingi Erluson
Gattuso: Vorum nálægt því að tapa leiknum
Gennaro Ivan Gattuso
Gennaro Ivan Gattuso
Mynd: Getty Images
´„Við gátum drepið leikinn en við gerðum það ekki og í raun vorum við svo heppnir að ná í stigið," sagði Gennaro Ivan Gattuso, þjálfari Napoli, eftir 1-1 jafntefli við hollenska liðið AZ Alkmaar í gær.

F-riðill Evrópudeildarinnar er galopinn fyrir lokaumferðina í næstu viku en Napoli er í efsta sætinu með 10 stig á meðan AZ og Real Sociedad eru bæði með 8 stig.

AZ vann Napoli á Ítalíu og gerði svo jafntefli við Napoli í gær en Gattuso ræddi við fjölmiðla um leikinn.

„Við leyfðum þeim að vera of mikið á boltanum því lengra sem leið á leikinn og við gerðum mistök. Þegar maður skoðar leikinn þá fengu bæði lið færi og við gátum auðveldlega tapað þessu," sagði Gattuso.

„Þetta var ekkert spes frammistaða. Við gátum lesið leikinn betur. Við höfum yfirleitt getað fengið smá hjálp af bekknum en það gerðist ekki í þessum leik. Núna verðum við að klára Real Sociedad og það er leiðinlegt því við gátum klárað þetta í gær og vorum í stöðu til þess en vorum svo nálægt því að tapa leiknum," sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner