Janúartilboð frá Liverpool í Kerkez og Zubimendi - Forest vill Ferguson - Man Utd hefur áhuga á Raum og Yildiz
   mið 04. desember 2024 09:32
Elvar Geir Magnússon
Fjórtán ára á æfingum með Arsenal
Max Dowman á æfingu með aðalliði Arsenal.
Max Dowman á æfingu með aðalliði Arsenal.
Mynd: Getty Images
Hinn fjórtán ára gamli Max Dowman hefur verið á æfingum með aðalliði Arsenal í vikunni. Eins og gefur að skilja eru miklar væntingar til stráksins hjá Arsenal og honum spáð ákaflega bjartri framtíð í boltanum.

Hann er yngsti leikmaðurinn til að skora í Evrópukeppni unglingaliða, hefur spilað frábærlega með U18 liði Arsenal og varð á sunnudag yngsti leikmaður til að spila fyrir U21 lið Arsenal.

Líkt við Ödegaard
Dowman fæddist á Gamlársdag 2009. Hans helsta staða á vellinum er 'tía', sóknarmiðjumaður, og honum hefur verið líkt við Martin Ödegaard fyrirliða Arsenal.

Með U18 liði Arsenal hefur hann einnig leikið sem hægri vængmaður og bæði skorað og lagt upp úr þeirri stöðu. Hann er með gríðarlega tækni og útsjónarsemi auk þess sem hann nýtir líkamsstyrk sinn og ákveðni.

Arsenal er þekkt fyrir að þróa unga og öfluga leikmenn og þó Dowman sé aðeins fjórtán ára gamall gætum við séð hann spila aðalliðsleik á næstu árum ef fram heldur sem horfir.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner