Liverpool hafnaði tilboði í Nunez og hefur áhuga á Tzimas - Chelsea hefur sett verðmiða á Nkunku - Rashford vill fara til Barcelona
   mið 05. janúar 2022 22:09
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Valdimar vill fara frá Strömsgodset - Tilboð frá Íslandi
Mynd: Fótbolti.net - Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Norska blaðið Drammens Tidende greinir frá því að Valdimar Þór Ingimundarson sé að öllum líkindum á förum frá Strömsgodset.

DT heyrði í Jostein Flo yfirmanni hjá Strömsgodstet sem staðfesti að þrjú lið hafi áhuga á Valdimar en ekkert tilboð hefur verið samþykkt ennþá. Það hafa komið tilboð í hann sem eru svipuð og það sem Fylkir fékk fyrir hann.

Liðin sem um ræðir eru tvö frá Íslandi og eitt úr næst efstu deild í Svíþjóð.

„Hann spilaði lítið á þessari leiktíð og vill hefja feril sinn á ný hjá nýju félagi," sagði Flo.

Hann gekk til liðs við Strömsgodset árið 2020 frá Fylki en hann átti þá frábært sumar með Árbæjarliðinu. Hann byrjaði þá 8 leiki af 13 fyrir norska liðið en byrjaði aðeins fjóra leiki á síðasta tímabili.

Valdimar er í landsliðshópi Íslands sem mætir Úganda 12. janúar og Suður Kóreu 15. janúar.
Athugasemdir
banner
banner