Amorim gæti stigið frá borði ef slæmt gengi Man Utd heldur áfram - Bayern ætlar ekki að bjóða Sane hærri samning
   sun 05. febrúar 2023 13:30
Aksentije Milisic
Ítalía: Kvaratskhelia og Osimhen óstöðvandi
Mynd: EPA
Mynd: EPA

Spezia 0 - 3 Napoli
0-1 Khvicha Kvaratskhelia ('47 , víti)
0-2 Victor Osimhen ('68 )
0-3 Victor Osimhen ('73 )


Fyrsti leikur dagsins í Serie A deildinni á Ítalíu í dag var viðureign Spezia og Napoli. Með sigri gat Napoli styrkt stöðuna sína á toppnum í heil sextán stig.

Liðið sótti miklu meira í fyrri hálfleiknum en Spezia varðist mjög vel og gaf ekki mörg færi á sér. Staðan var markalaus þegar flautað var til leikhlés en í þeim síðari gerðust hlutirnir.

Eftir einungis tólf sekúndna leik í síðari hálfleiknum fékk Napoli vítaspyrnu eftir að varnarmaður heimamanna handlék knöttinn mjög klauflega í eigin vítateig.

Khvicha Kvaratskhelia steig á punktinn og skoraði af miklu öryggi. Um tuttugu mínútum síðar komst Victor Osimhen á blað en hann skoraði þá frábært mark.

Hann stökk hátt upp í loft og hreinlega át Bartlomiej Dragowski, markvörð Spezia, í loftinu og skallaði knöttinn yfir línuna.

Osimhen var ekki hættur en hann skoraði annað mark sitt eftir mistök í vörn Spezia. Kvaratskhelia var þá óeigingjarn og renndi boltanum á Osimhen sem skoraði sitt 16 deildarmark í 17 leikjum.

3-0 sigur staðreynd hjá Napoli og nú er Kvaratskhelia kominn með átta mörk og átta stoðsendingar í deildinni. Magnað tvíeyki þarna á ferð.


Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Napoli 36 23 9 4 57 27 +30 78
2 Inter 36 23 8 5 75 33 +42 77
3 Atalanta 35 20 8 7 71 31 +40 68
4 Juventus 36 16 16 4 53 33 +20 64
5 Lazio 36 18 10 8 59 46 +13 64
6 Roma 35 18 9 8 50 32 +18 63
7 Bologna 36 16 14 6 54 41 +13 62
8 Milan 36 17 9 10 58 40 +18 60
9 Fiorentina 35 17 8 10 53 35 +18 59
10 Como 36 13 9 14 48 49 -1 48
11 Torino 36 10 14 12 39 42 -3 44
12 Udinese 36 12 8 16 39 51 -12 44
13 Genoa 36 9 13 14 32 45 -13 40
14 Cagliari 36 8 9 19 37 54 -17 33
15 Verona 36 9 6 21 31 64 -33 33
16 Parma 36 6 14 16 41 56 -15 32
17 Empoli 36 5 13 18 29 56 -27 28
18 Lecce 36 6 10 20 25 58 -33 28
19 Venezia 35 4 14 17 28 49 -21 26
20 Monza 36 3 9 24 27 64 -37 18
Athugasemdir
banner
banner