Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 05. mars 2021 00:05
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Segir Gylfa þann „langvanmetnasta"
Mynd: Getty Images
Gylfi Þór Sigurðsson er að eiga gott tímabil með Everton og tölfræðin talar sínu máli hvað það varðar.

Gylfi lagði upp sigurmarkið í kvöld þegar Everton lagði West Brom að velli, 1-0. Stoðsending Gylfa kom 43 sekúndum eftir að hann hafði verið settur inn á sem varamaður.

Gylfi hefur oft verið gagnrýndur af stuðningsmönnum Everton en tölfræðingurinn SuperStatto birtir athyglisverða tölfræði íslenska landsliðsmannsins á samfélagsmiðlum. Þar sést hvað Gylfi er drjúgur fyrir Everton.

Á þessu tímabili er Gylfi með flestar stoðsendingar af öllum leikmönnum Everton eða níu talsins. Hann er einnig með flestar stoðsendingar úr opnum leik eða sjö talsins.

Hann er þriðji markahæsti leikmaður liðsins á tímabilinu með sex mörk og er hann búinn að „vinna 18 stig" fyrir Everton í deildinni eins og SuperStatto orðar það. Þá á hann við þegar Gylfi skorar eða leggur upp í eins marks sigri. Aðeins Dominic Calvert-Lewin er búinn að vinna fleiri stig fyrir Everton.

„Langvanmetnasti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar," skrifar hann.



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner