Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 05. mars 2023 07:40
Ívan Guðjón Baldursson
Stuðningsmaður Chelsea í bann fyrir kynþáttaníð í garð Son
Mynd: Getty Images
Thomas Burchell, þrítugur stuðningsmaður Chelsea, var með kynþáttaníð í garð Heung-min Son í 2-2 jafntefli Chelsea gegn Tottenham á Stamford Bridge 14. ágúst.

Hann var kærður fyrir atvikið og sektaður um 726 pund, eða um 120 þúsund krónur.

Auk þess hefur hann verið dæmdur í bann frá fótboltaleikjum á Englandi næstu þrjú árin.

Chelsea bar kennsl á Burchell eftir að myndir af honum birtust á samfélagsmiðlum. Félagið sendi upplýsingarnar áfram til Kick it Out samtakanna, sem berjast gegn kynþáttafordómum í fótboltaheiminum og hafa gert lengi.

Burchell viðurkenndi athæfi sitt eftir að lögregla sýndi honum sönnunargögnin.


Athugasemdir
banner
banner
banner