Liverpool og Man Utd skoða Kolo Muani - Rashford of dýr fyrir PSG - Tekur Heitinga við WBA?
   fös 05. apríl 2024 12:15
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Hin hliðin - Róbert Frosti Þorkelsson (Stjarnan)
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Lætur lítið fyrir sér fara en gæti drepið skógarbjörn
Lætur lítið fyrir sér fara en gæti drepið skógarbjörn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Góður leikmaður, vælir endalaust og stjórnar dómurum.
Góður leikmaður, vælir endalaust og stjórnar dómurum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Væri eitthvað skrítið að vera á eyðieyju án hans
Væri eitthvað skrítið að vera á eyðieyju án hans
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Fagnað eftir sigur í Survivor
Fagnað eftir sigur í Survivor
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Hélt að gaur með svona hár gæti ekki verið annað en leiðinlegur
Hélt að gaur með svona hár gæti ekki verið annað en leiðinlegur
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Komið er að því að kynna betur leikmann úr liðinu sem spáð er 3. sæti í Bestu deildinni í sumar.

Róbert er sóknarsinnaður miðjumaður sem lék sína fyrstu keppnisleiki sumarið 2022. Hann skoraði eitt mark í Bestu deildinni síðasta sumar. Hann á að baki sextán leiki fyrir yngri landsliðin.

Í dag sýnir Róbert Frosti á sér hina hliðina.

Fullt nafn: Róbert Frosti Þorkelsson

Gælunafn: robbi eða robbo

Aldur: 18

Hjúskaparstaða: í sambandi

Hvenær lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki og er eitthvað minnistætt úr leiknum: 2021 æfingaleikur við KR var með Assist á Hilmar Árna á 90 mín og unnum 2-1

Uppáhalds drykkur: Collab

Uppáhalds matsölustaður: Wingin It

Hvernig bíl áttu: er ekki með bílpróf

Áttu hlutabréf eða rafmynt: nei

Uppáhalds sjónvarpsþáttur: Office

Uppáhalds tónlistarmaður: Anne Murray er geitin

Uppáhalds hlaðvarp: Hlusta ekki mikið á hlaðvörp en ef ég þyrfti að segja væri það hlöðvar vegna þess að Gunni samloka er svo fyndinn

Uppáhalds samfélagsmiðill: instagram

Fyrsta síðan sem þú ferð á þegar þú opnar netið: Inna að kíkja hvaða tíma ég á að mæta í

Fyndnasti Íslendingurinn: Guðmundur Thor Ingason fær þann heiður. Hann er svo asnalegur að það er hægt að hlæja af honum endalaust

Hvernig hljómar síðasta sms sem þú fékkst: Nei er í reykjavík, farðu svo að læra undir þetta bílpróf haugurinn þinn. Frá pabba

Hvaða liði myndir þú aldrei spila með: Breiðablik

Besti leikmaður sem þú hefur mætt: Mathys Tel

Besti þjálfarinn sem hefur þjálfað þig: Jökull. Svo eiga Ejub og Raggi Trausta mikið í mér.

Mest óþolandi leikmaður sem þú hefur mætt: Pablo. Góður leikmaður, vælir endalaust og stjórnar dómurum.

Hver var fyrirmyndin þín í­ æsku: Gaddi Jó

Sætasti sigurinn: Líklega þegar ég vann Division 1 í pro clubs í fyrsta skipti.

Mestu vonbrigðin: tapa úrslita leiknum á móti Breiðablik í 3.flokki

Uppáhalds lið í enska: Leeds

Ef þú fengir að velja einn leikmann úr öðru íslensku liði í þitt lið: Pablo. Góður leikmaður, vælir endalaust og stjórnar dómurum. Týpa sem okkur vantar

Efnilegasti knattspyrnumaður/kona landsins: Eyrún Embla og Alexander Máni Guðjónsson

Fallegasti knattspyrnumaðurinn á Íslandi: Adolf Daði og ég tala nú ekki um þegar hann er ber að ofan.

Fallegasta knattspyrnukonan á Íslandi: Eyrún Embla

Besti knattspyrnumaðurinn frá upphafi: Messi

Hver er mesti höstlerinn í­ liðinu: Helgi Fróði er frekar grimmur í kvennafari.

Uppáhalds staður á Íslandi: garðabær

Segðu okkur frá skemmtilegu atviki sem gerst hefur í leik: setti víti framhjá, það kom skemmtilega á óvart.

Ertu með einhverja hjátrú tengda fótbolta: já fullt.

Fyrir utan knattspyrnu, fylgist þú með öðrum íþróttum: fylgist smá með körfunni

Í hvernig fótboltaskóm spilar þú: Adidas

Í hverju varstu/ertu lélegastur í­ skóla: Stærðfræði

Vandræðalegasta augnablik: Man ekki eftir neinu

Hvaða þrjá leikmenn tækir þú með þér á eyðieyju og af hverju: Kjartan Már lætur lítið fyrir sér fara en gæti drepið skógarbjörn. Gumma Baldvin til að koma mér af þessari eyju og svo myndi ég taka Helga Fróða væri eitthvað skrítið að vera á eyðieyju án hans.

Hvern í liðinu þínu myndirðu velja til að taka þátt í sjónvarpsþáttaröð: Myndi henda Gumma Kri í survivor. Hann myndi líklegast rústa því.

Sturluð staðreynd um sjálfan þig: er með nafn á liðsfélaga flúrað á mig.

Hvaða samherji hefur komið þér mest á óvart eftir að þú kynntist honum og af hverju: Örvar Eggerts. Hélt að gaur með svona hár gæti ekki verið annað en leiðinlegur en hann er topp eintak og frábær söngvari.

Hverju laugstu síðast: að ég væri byrjaður að læra undir bílprófið

Hvað er leiðinlegast að gera á æfingum: upphitun

Ef þú fengir eina spurningu til að spyrja hvern sem er: Hver yrði spurningin og hvern myndiru spyrja: Myndi spyrja Guð hvort honum væri alvara með þessu
Athugasemdir
banner
banner
banner