Bayern og Real vilja Dalot - Liverpool að vinna í Kerkez - Newcastle ætlar að reyna við Delap
Fréttamannafundur Arnars í heild
Fór aðra leið en félagarnir - Tilbúinn í hörkuna á Skaganum
Þorri Mar: Það birtir alltaf til og núna skín Stjarnan
Steini: Sýndi að þær voru hræddar við að við myndum nálgast markið
Karólína eftir naumt tap: Þær voru orðnar drullu pirraðar
Ingibjörg: Héldum áfram að reyna og ég er stolt af því
„Henda sér niður við allt og væla yfir öllu“
Sölvi: Víkingstreyjan fer honum einstaklega vel
Kári: Hann vildi meina að nú væri kominn tími á að reyna þetta aftur
Gylfi um síðustu daga og skiptin umtöluðu - „Kári gefst greinilega ekki upp"
Cecilía: Frakkar hafa góða einstaklinga en ekki eins gott lið og Ísland
Hlín: Hellings pláss á móti þeim og okkar að nýta það
Steini: Þær fara mikið í 1 á 1 og reyna að plata
Emilía Kiær: Heimsklassa lið með heimsklassa leikmönnum
Katla Tryggva: Held ég sé með ágætis tök á dómurunum
Karólína Lea: Kom mér á óvart hvað hún er tæknilega góð
Glódís: Við erum ekki sáttar að fara héðan með eitt stig
Steini: Stundum vantaði aðeins meiri ró á boltanum
Dagný þakklát fyrir traustið: Eigum að geta gert aðeins betur
Sveindís Jane: Ég hefði átt að skjóta betur
   mið 03. apríl 2024 12:54
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Draumurinn að „vinna þetta fokking allt" og fara svo út
'Pabbi lætur mig ekki vita af neinu'
'Pabbi lætur mig ekki vita af neinu'
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þjálfarinn Jökull Elísabetarson er á leið í sitt fyrsta heila tímabil með Stjörnuna. 'Mér finnst við klárlega betra lið en við vorum á þessum tíma í fyrra, 100%, allar æfingar eru miklu betri, ákefðin, leikirnir og allt er betra'
Þjálfarinn Jökull Elísabetarson er á leið í sitt fyrsta heila tímabil með Stjörnuna. 'Mér finnst við klárlega betra lið en við vorum á þessum tíma í fyrra, 100%, allar æfingar eru miklu betri, ákefðin, leikirnir og allt er betra'
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Máni Pétursson.
Máni Pétursson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Tímabilið leggst mjög vel í mig, við erum búnir að æfa mjög mikið og æfa mjög vel," sagði Róbert Frosti Þorkelsson, leikmaður Stjörnunnar, við Fótbolta.net.

Róbert Frosti er átján ára framsækinn miðjumaður sem stimplaði sig vel inn í Stjörnuliðið á síðasta tímabili. Stjarnan mætir Víkingi í opnunarleik Bestu deildarinnar á laugardag.

„Mér finnst við klárlega betra lið en við vorum á þessum tíma í fyrra, 100%, allar æfingar eru miklu betri, ákefðin, leikirnir og allt er betra."

Stjarnan hefur fengið þá Óla Val Ómarsson og Guðmund Baldvin Nökkvason inn í hópinn á síðustu dögum. Þeir koma í láni frá Svíþjóð.

„Mér líst mjög vel á hópinn, erum með geggjaðan hóp sem passar mjög vel saman, ná allir vel saman."

„Ég vil meina að við eigum bara að stefna á titilinn og Mjólkurbikarinn líka, vinna þetta fokking allt. Það er allavega hjá mér, ég veit ekki hvað aðrir í liðinu eru með."


Stjörnuliðið endaði síðasta tímabil frábærlega, þá með Eggert Aron Guðmundsson fremstan í flokk. Verður mikill missir af honum?

„Já, en það kemur bara maður í manns stað. Við munum sakna Eggerts, en inni á vellinum munum við kom þessu einhvern veginn í gang."

Á kynningarfundi ÍTF fyrir Bestu deildina var Róbert Frosti einn af þeim leikmönnum sem aðrir leikmenn telji að fari fljótlega í atvinnumennsku. Er stefnan sett út á þessu ári?

„Vinna titilinn og fara síðan út eftir tímabilið," sagði Róbert Frosti og brosti. „Draumurinn er að fara út."

Veistu í dag af einhverjum áhuga úti?

„Nei, það er ekkert verið að láta mig vita af því. Pabbi lætur mig ekki vita af neinu, fæ ekki að vita neitt," sagði Róbert Frosti sem er sonur fjölmiðlamannsins og umboðsmannsins Þorkels Mána Péturssonar.
Athugasemdir
banner
banner
banner