Þjálfarinn Jökull Elísabetarson er á leið í sitt fyrsta heila tímabil með Stjörnuna. 'Mér finnst við klárlega betra lið en við vorum á þessum tíma í fyrra, 100%, allar æfingar eru miklu betri, ákefðin, leikirnir og allt er betra'
„Tímabilið leggst mjög vel í mig, við erum búnir að æfa mjög mikið og æfa mjög vel," sagði Róbert Frosti Þorkelsson, leikmaður Stjörnunnar, við Fótbolta.net.
Róbert Frosti er átján ára framsækinn miðjumaður sem stimplaði sig vel inn í Stjörnuliðið á síðasta tímabili. Stjarnan mætir Víkingi í opnunarleik Bestu deildarinnar á laugardag.
Róbert Frosti er átján ára framsækinn miðjumaður sem stimplaði sig vel inn í Stjörnuliðið á síðasta tímabili. Stjarnan mætir Víkingi í opnunarleik Bestu deildarinnar á laugardag.
„Mér finnst við klárlega betra lið en við vorum á þessum tíma í fyrra, 100%, allar æfingar eru miklu betri, ákefðin, leikirnir og allt er betra."
Stjarnan hefur fengið þá Óla Val Ómarsson og Guðmund Baldvin Nökkvason inn í hópinn á síðustu dögum. Þeir koma í láni frá Svíþjóð.
„Mér líst mjög vel á hópinn, erum með geggjaðan hóp sem passar mjög vel saman, ná allir vel saman."
„Ég vil meina að við eigum bara að stefna á titilinn og Mjólkurbikarinn líka, vinna þetta fokking allt. Það er allavega hjá mér, ég veit ekki hvað aðrir í liðinu eru með."
Stjörnuliðið endaði síðasta tímabil frábærlega, þá með Eggert Aron Guðmundsson fremstan í flokk. Verður mikill missir af honum?
„Já, en það kemur bara maður í manns stað. Við munum sakna Eggerts, en inni á vellinum munum við kom þessu einhvern veginn í gang."
Á kynningarfundi ÍTF fyrir Bestu deildina var Róbert Frosti einn af þeim leikmönnum sem aðrir leikmenn telji að fari fljótlega í atvinnumennsku. Er stefnan sett út á þessu ári?
„Vinna titilinn og fara síðan út eftir tímabilið," sagði Róbert Frosti og brosti. „Draumurinn er að fara út."
Veistu í dag af einhverjum áhuga úti?
„Nei, það er ekkert verið að láta mig vita af því. Pabbi lætur mig ekki vita af neinu, fæ ekki að vita neitt," sagði Róbert Frosti sem er sonur fjölmiðlamannsins og umboðsmannsins Þorkels Mána Péturssonar.
Athugasemdir