Maguire og Fernandes áfram á Old Trafford - Silva til í að fara - Endrick í úrvalseildina - Semenyo til Man Utd?
Segir mörkin í blóðinu - „Þegar Víkingur sýnir áhuga þá veit maður að það er ekkert grín“
Boris Arsic: Höfum ekki reynslu af svona veðri
Agla María: Sérstaklega frábært að hún skoraði fyrsta markið sitt
Nik: Náðum ekki almennilegum takti en framtíðin er björt
Þórir á eitt ár eftir og tekur stöðuna - „Það er þreytt"
Ísak Bergmann: Maður þarf stundum að klípa sig
Aron Einar: Ekki til í minni orðabók
Nik: Ánægður að UEFA hafi ákveðið að byrja með þessa keppni
Kom ekki við sögu í síðasta glugga - „Þarf að styðja við menn sem spila og vona að maður fái sénsinn núna“
Agla María: Mjög jákvætt skref fyrir kvennaboltann í heiminum
Kominn aftur í landsliðshópinn - „Spilaði stórt hlutverk í U21 en alltaf endamarkmiðið að vera í A-landsliðinu“
Daníel Tristan um rauða spjaldið - „Held að þetta geti komið fyrir alla“
Kallaður Evrópu-Sævar í Bergen - „Segja að ég spili best undir Freysa“
Sjáðu það helsta úr spænska: Barcelona tapaði stórt og Real fór á toppinn
Sjáðu það helsta úr ítalska: Markaveisla í Róm og Napoli fór á toppinn
Matthías: Ég stefni á að vera áfram með liðið og verð áfram með liðið
Jóhannes Karl: Það er bara það sem er skemmtilegt við fótbolta
Sjáðu það helsta þegar Lille gerði jafntefli við PSG
Gylfi: Ég kom heim til að vinna deildina
Helgi Guðjóns: Maður missti aðeins stjórn á sér
   mið 03. apríl 2024 12:54
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Draumurinn að „vinna þetta fokking allt" og fara svo út
'Pabbi lætur mig ekki vita af neinu'
'Pabbi lætur mig ekki vita af neinu'
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þjálfarinn Jökull Elísabetarson er á leið í sitt fyrsta heila tímabil með Stjörnuna. 'Mér finnst við klárlega betra lið en við vorum á þessum tíma í fyrra, 100%, allar æfingar eru miklu betri, ákefðin, leikirnir og allt er betra'
Þjálfarinn Jökull Elísabetarson er á leið í sitt fyrsta heila tímabil með Stjörnuna. 'Mér finnst við klárlega betra lið en við vorum á þessum tíma í fyrra, 100%, allar æfingar eru miklu betri, ákefðin, leikirnir og allt er betra'
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Máni Pétursson.
Máni Pétursson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Tímabilið leggst mjög vel í mig, við erum búnir að æfa mjög mikið og æfa mjög vel," sagði Róbert Frosti Þorkelsson, leikmaður Stjörnunnar, við Fótbolta.net.

Róbert Frosti er átján ára framsækinn miðjumaður sem stimplaði sig vel inn í Stjörnuliðið á síðasta tímabili. Stjarnan mætir Víkingi í opnunarleik Bestu deildarinnar á laugardag.

„Mér finnst við klárlega betra lið en við vorum á þessum tíma í fyrra, 100%, allar æfingar eru miklu betri, ákefðin, leikirnir og allt er betra."

Stjarnan hefur fengið þá Óla Val Ómarsson og Guðmund Baldvin Nökkvason inn í hópinn á síðustu dögum. Þeir koma í láni frá Svíþjóð.

„Mér líst mjög vel á hópinn, erum með geggjaðan hóp sem passar mjög vel saman, ná allir vel saman."

„Ég vil meina að við eigum bara að stefna á titilinn og Mjólkurbikarinn líka, vinna þetta fokking allt. Það er allavega hjá mér, ég veit ekki hvað aðrir í liðinu eru með."


Stjörnuliðið endaði síðasta tímabil frábærlega, þá með Eggert Aron Guðmundsson fremstan í flokk. Verður mikill missir af honum?

„Já, en það kemur bara maður í manns stað. Við munum sakna Eggerts, en inni á vellinum munum við kom þessu einhvern veginn í gang."

Á kynningarfundi ÍTF fyrir Bestu deildina var Róbert Frosti einn af þeim leikmönnum sem aðrir leikmenn telji að fari fljótlega í atvinnumennsku. Er stefnan sett út á þessu ári?

„Vinna titilinn og fara síðan út eftir tímabilið," sagði Róbert Frosti og brosti. „Draumurinn er að fara út."

Veistu í dag af einhverjum áhuga úti?

„Nei, það er ekkert verið að láta mig vita af því. Pabbi lætur mig ekki vita af neinu, fæ ekki að vita neitt," sagði Róbert Frosti sem er sonur fjölmiðlamannsins og umboðsmannsins Þorkels Mána Péturssonar.
Athugasemdir
banner
banner