mið 05. maí 2021 14:15
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Lykilmaðurinn: Án efa besti miðvörður deildarinnar
Lengjudeildin
Eiður Aron Sigurbjörnsson.
Eiður Aron Sigurbjörnsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
ÍBV er spáð efsta sæti Lengjudeildarinnar en fyrirliðar og þjálfarar deildarinnar spá því.

Hægt er að lesa umfjöllun um liðið með því að smella hérna.

Eiður Ben Eiríksson, Rafn Markús Vilbergsson og Úlfur Blandon eru sérfræðingar Fótbolta.net fyrir Lengjudeildina í ár. Rafn Markús gaf sitt álit á liði ÍBV.

Hann telur að Eiður Aron Sigurbjörnsson sé helsti lykilmaðurinn í sterku liði ÍBV.

„Eiður Aron er án efa besti miðvörður deildarinnar. Hann verður mikilvægasti og stöðugasti hlekkurinn í vörn ÍBV í sumar," segir Rafn Markús.

„Þessi öflugi varnarmaður hóf feril sinn með ÍBV en lék með Örebro, Sandnes Ulf og Holstein Kiel áður en hann sneri aftur til Íslands 2017 til að leika með Val þar sem hann hefur verið einn besti leikmaður Valsmanna. Eiður Aron er yfirvegaður, fljótur og gríðarlega fastur fyrir en einnig skynsamur og vel meðvitaður um hvað er að gerast í leiknum. Hann er mikil leiðtogi og mun leiða Eyjamenn áfram í sumar í átt að markmiðum liðsins að spila í Pepsi Max deildinni 2022."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner