Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 05. maí 2022 23:18
Ívan Guðjón Baldursson
Mourinho grét: Fyrir okkur er þetta Meistaradeildin
Mynd: EPA

Jose Mourinho var tilfinningaríkur þegar Roma lagði Leicester að velli í undanúrslitaleik Sambandsdeildarinnar fyrr í kvöld.


Mourinho grét að leikslokum þegar hann varð fyrsti þjálfari sögunnar til að komast í úrslitaleik Meistaradeildarinnar, Evrópudeildarinnar og Sambandsdeildarinnar.

„Auðvitað er þetta tilfinningaþrungið kvöld. Þegar þú vinnur og býrð í Róm þá veistu að Roma er alvöru félagið í þessari borg. Ég vissi það frá deginum sem ég skrifaði undir, ég veit að þetta er risastórt félag. Við erum með fínt lið sem tókst að sigra andstæðing úr ensku úrvalsdeildinni. Fyrir okkur er þetta Meistaradeildin," sagði Mourinho.

„Þetta er sigur fyrir alla fjölskylduna, ekki bara leikmenn og þjálfara heldur alla fjölskyldumeðlimina sem mættu á völlinn. Við spiluðum frábæran leik og viljum vinna úrslitaleikinn. Ég grét því ég deili tilfinningum stuðningsmanna sem elska þennan klúbb. Þetta er risastórt félag þó verðlaunaskápurinn sé ekki í besta standi.

„Við unnum engan titil í kvöld, við erum bara komnir í úrslitaleik. Ég hef komist í úrslitaleik með öllum félögum sem ég hef þjálfað."

Roma vann ítalska bikarinn 2007 og 2008 en hefur ekki unnið neitt síðan. Félagið hefur unnið ítölsku deildina þrisvar sinnum, fyrsta skiptið var 1942.

Roma mætir Feyenoord í úrslitaleik.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner