Mætir Victor Moses
Portúgalska stjarnan Nani hefur ákveðið að taka takkaskóna af hillunni rúmu ári eftir að hafa hætt í fótbolta.
Nani er 39 ára gamall og er búinn að semja við FC Aktobe í Kasakstan þar sem hann mun sinna tveimur hlutverkum. Hann verður bæði leikmaður liðsins og mikilvægur partur af þróunarverkefni félagsins.
Aktobe leikur í efstu deild í Kasakstan og endaði í fimmta sæti á síðustu leiktíð.
Nani gerir eins árs samning við félagið og getur hann búist við að mæta fyrrum andstæðingi sínum úr ensku úrvalsdeildinni á vellinum í Kasakstan þar sem hinn 35 ára gamli Victor Moses leikur fyrir FC Kaysar.
Nani gerði garðinn frægan sem leikmaður Manchester United og portúgalska landsliðsins en hann hefur komið víða við á ferlinum og leikið í þremur mismunandi heimsálfum.
I’m very happy to have joined FC Aktobe and I am looking forward to contributing to the development of the club and football in Kazakhstan. I would like to thank the owner of the club Mr. Nurlan Artykbaev, chairman Mr. Arman Ospanov and Governor Mr. Askhat Shakharov for their… pic.twitter.com/MNfZi31wKU
— Nani (@luisnani) January 25, 2026
Athugasemdir



