banner
   lau 05. júní 2021 18:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Svíþjóð: Hallbera vann Íslendingaslaginn - Andrea enn án sigurs
Mynd: Johan Sahlén/Djurgarden
Þrír leikir fóru fram í sænsku úrvalsdeild kvenna í dag. Íslendingar áttu fulltrúa í öllum leikjunum.

Það var einn íslendingaslagur en AIK vann 2-0 gegn Orebro. Fyrirliði AIK, Hallbera Guðný Gísladóttir spilaði allan leikinn og Berglind Ágústsdóttir var í byrjunarliði Örebro, markvörðurinn Cecilia Rán Rúnarsdóttir sat á varamannabekk Örebro.

Vaxjö tapaði 1-0 gegn Vittsjö en Andrea Mist Pálsdóttir lék allan leikinn fyrir Vaxjö. Guðrún Arnardóttir spilaði allan leikinn fyrir Djurgarden sem vann 1-0 gegn Eskilstuna.

Eftir leiki dagsins er Vaxjö á botni deildarinnar með tvö stig efir 8 leiki, Djurgarden í sætinu fyrir ofan með sex stig, AIK færðist nær Örebro í 8. sæti með 9 stig einu stigi á eftir Örebro.
Athugasemdir
banner
banner
banner