Næstu þrír leikir ráða framtíð Amorim - Glasner, Southgate, Silva og Iraola orðaðir við Man Utd - Liverpool horfir til Araujo
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
Heimir: Þeir voru að svæfa leikinn og komust upp með það
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
   þri 05. júlí 2022 20:41
Þorsteinn Haukur Harðarson
Gunnar Heiðar: Þetta er það sem Vestri þarf að gera í öllum leikjum
Lengjudeildin
Gunnar Heiðar Þorvaldsson.
Gunnar Heiðar Þorvaldsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

"Ég er algerlega sáttur. Þetta er nákvæmlega það sem Vestri á að gera í hverjum einasta leik. Þetta getum við gert og við sýndum öllum hérna í dag að við erum svona gott lið," sagði Gunnar Heiðar Þorvaldsson, þjálfari Vestra, eftir 1-0 sigur á Selfossi í kvöld


Lestu um leikinn: Selfoss 0 -  1 Vestri

Vestramenn voru manni færri seinasta hálftímann en héldu markinu hreinu og uppskáru 1-0 sigur. "Við höfum verið að fara mikið yfir varnarfærslur undanfarið. Við höfum í tvígang tapað 5-0 og í seinasta leik fengum við fjögur mörk á okkur. Við höfum farið vel yfir þetta og það sást í dag."

Næst var Gunnar spurður út í rauða spjaldið í leiknum "Mér fannst helvíti auðvelt fyrir okkur að fá gult spjald. Ég var mjög nálægt atvikinu þar sem minn leikmaður fékk seinna gula. Hann rennur á hann og það er aldrei neinn vilji til að meiða."


En er Vestri að blanda sér í toppbaráttuna? "Þessi deild er náttúrulega ótrúleg. Ef þú tengir saman sigra ertu í toppbaráttu en ef þú tapar tveimur leikjum ertu kominn í neðri hlutann. Það er skemmtilegt fyrir alla nema þjálfara og leikmenn. Auðvitað viljum við halda áfram að gera það sem við vorum að gera í þessum leik og ef það gerist verðum við í toppbaráttu."

Allt viðtalið má sjá hér að ofan.


Athugasemdir
banner