Man Utd á eftir Bellingham - West Ham og Sevilla vilja Zirkzee - Gordon til Liverpool?
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
Luke Rae um hasarinn: Það var ekkert alvarlegt
Eiði Aroni fannst liðið gefast upp - „Ekki sjón að sjá okkur eftir bikartitilinn"
Tilfinningarnar báru Hrannar ofurliði
Óskar Hrafn: Skrifað í skýin að við fengjum þetta verkefni til að leysa
Björn Daníel leggur skóna á hilluna: Blóðið orðið svart og hvítt
Rúnar: Það mun vera í sögubókunum
Maggi: Opinn fyrir því að halda áfram
Lárus Orri: Ég vissi að það væri verið að gera góða hluti hérna á Akranesi
Heimir kveður FH: Frábært að enda þetta með honum
banner
   þri 05. júlí 2022 20:41
Þorsteinn Haukur Harðarson
Gunnar Heiðar: Þetta er það sem Vestri þarf að gera í öllum leikjum
Lengjudeildin
Gunnar Heiðar Þorvaldsson.
Gunnar Heiðar Þorvaldsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

"Ég er algerlega sáttur. Þetta er nákvæmlega það sem Vestri á að gera í hverjum einasta leik. Þetta getum við gert og við sýndum öllum hérna í dag að við erum svona gott lið," sagði Gunnar Heiðar Þorvaldsson, þjálfari Vestra, eftir 1-0 sigur á Selfossi í kvöld


Lestu um leikinn: Selfoss 0 -  1 Vestri

Vestramenn voru manni færri seinasta hálftímann en héldu markinu hreinu og uppskáru 1-0 sigur. "Við höfum verið að fara mikið yfir varnarfærslur undanfarið. Við höfum í tvígang tapað 5-0 og í seinasta leik fengum við fjögur mörk á okkur. Við höfum farið vel yfir þetta og það sást í dag."

Næst var Gunnar spurður út í rauða spjaldið í leiknum "Mér fannst helvíti auðvelt fyrir okkur að fá gult spjald. Ég var mjög nálægt atvikinu þar sem minn leikmaður fékk seinna gula. Hann rennur á hann og það er aldrei neinn vilji til að meiða."


En er Vestri að blanda sér í toppbaráttuna? "Þessi deild er náttúrulega ótrúleg. Ef þú tengir saman sigra ertu í toppbaráttu en ef þú tapar tveimur leikjum ertu kominn í neðri hlutann. Það er skemmtilegt fyrir alla nema þjálfara og leikmenn. Auðvitað viljum við halda áfram að gera það sem við vorum að gera í þessum leik og ef það gerist verðum við í toppbaráttu."

Allt viðtalið má sjá hér að ofan.


Athugasemdir
banner