Man City bjartsýnt á að skáka Liverpool í baráttu um Guehi - Man City hefur áhuga á Michael Kayode - Rudiger aftur til Chelsea?
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
banner
   þri 05. júlí 2022 20:41
Þorsteinn Haukur Harðarson
Gunnar Heiðar: Þetta er það sem Vestri þarf að gera í öllum leikjum
Lengjudeildin
Gunnar Heiðar Þorvaldsson.
Gunnar Heiðar Þorvaldsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

"Ég er algerlega sáttur. Þetta er nákvæmlega það sem Vestri á að gera í hverjum einasta leik. Þetta getum við gert og við sýndum öllum hérna í dag að við erum svona gott lið," sagði Gunnar Heiðar Þorvaldsson, þjálfari Vestra, eftir 1-0 sigur á Selfossi í kvöld


Lestu um leikinn: Selfoss 0 -  1 Vestri

Vestramenn voru manni færri seinasta hálftímann en héldu markinu hreinu og uppskáru 1-0 sigur. "Við höfum verið að fara mikið yfir varnarfærslur undanfarið. Við höfum í tvígang tapað 5-0 og í seinasta leik fengum við fjögur mörk á okkur. Við höfum farið vel yfir þetta og það sást í dag."

Næst var Gunnar spurður út í rauða spjaldið í leiknum "Mér fannst helvíti auðvelt fyrir okkur að fá gult spjald. Ég var mjög nálægt atvikinu þar sem minn leikmaður fékk seinna gula. Hann rennur á hann og það er aldrei neinn vilji til að meiða."


En er Vestri að blanda sér í toppbaráttuna? "Þessi deild er náttúrulega ótrúleg. Ef þú tengir saman sigra ertu í toppbaráttu en ef þú tapar tveimur leikjum ertu kominn í neðri hlutann. Það er skemmtilegt fyrir alla nema þjálfara og leikmenn. Auðvitað viljum við halda áfram að gera það sem við vorum að gera í þessum leik og ef það gerist verðum við í toppbaráttu."

Allt viðtalið má sjá hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner