Sautjánda umferð Bestur deildarinnar hefst í kvöld með viðureign FH og Víkings á Kaplakrikavelli. Umferðinni lýkur svo á fimmtudag þegar HK tekur á móti KR á nýju gervigrasi í Kórnum.
Það er Birkir Karl Sigurðsson, annar af þáttarstjórnendum Chess After Dark hlaðvarpsins, sem spáir í leiki umferðarinnar.
Hann fylgir á eftir Ástu Eir sem var með þrjá rétta þegar hún spáði í leiki síðustu umferðar.
Það er Birkir Karl Sigurðsson, annar af þáttarstjórnendum Chess After Dark hlaðvarpsins, sem spáir í leiki umferðarinnar.
Hann fylgir á eftir Ástu Eir sem var með þrjá rétta þegar hún spáði í leiki síðustu umferðar.
FH 1 - 2 Víkingur (í kvöld 19:15)
Þetta verður mikill baráttuleikur. Heimir Guðjóns er ennþá brjálaður eftir tapið gegn Hödda Magg í Einvígi Aldarinnar en hann verður því miður aftur mátaður í þessu einvígi af Arnari Gunnlaugs. Víkingar eru of góðir og landa hér sigri.
Breiðablik 3 - 0 Fylkir (á mogun 19:15)
Lautarferð í Kópavoginum.
Fram 1 - 2 Stjarnan (á morgun 19:15)
Stjörnumenn biðu afhroð í Eistlandi á fimmtudaginn og munu mæta dýrvitlausir til leiks. Framrar eru oft öflugir á heimavelli en stúkan mun bera þess merki að fólk sé að koma undan verslunarmannahelgi - Ekki nema 2 á Richter fyrir Rúnar Kristins. Stjarnan klárar þetta, Emil Atla með bæði fyrir Stjörnumenn.
KA 3 - 1 Valur (á morgun 19:15)
Túfa er mættur í brúna hjá Val og byrjar á KA mönnum sem hann þekkir betur en flestir. VÖKin setur þrennu og tekur sussið á bekk Vals, Viktor Unnar snöggreiðist af bekknum og fær rautt spjald. Sannfærandi KA sigur sem setur tímabilið hjá Val í uppnám en KA menn vilja ná hefndum fyrir sinn mann Adda Grétars.
Vestri 0 - 1 ÍA (miðvikudagur 18:00)
Iðnaðarslagur af bestu gerð. Eina mark leiksins kemur eftir fast leikatriði beint á pönnuna á Viktori Jóns.
HK 1 - 1 KR (fimmtudagur 19:15)
Óskar mættur í aðstoðar aðstoðar þjálfarann sem mun henta honum einstaklega vel. Það er aldrei auðvelt að mæta á Innipúkann í Kórnum. Óskar Hrafn hatar að mæta HK og það verður engin breyting þar á. Pálmi mun eflaust senda hann upp í stúku í hálfleik ef það stefnir í óefni.
Fyrri spámenn
Ásta Eir (3 réttir)
Helga Birkis (5 réttir)
Finnur Freyr (5 réttir)
Nadía Atla (4 réttir)
Binni Willums (3 réttir)
Sandra María (3 réttir)
Júlíus Mar (2 réttir)
Jóhannes Berg (2 réttir)
Stefán Teitur (2 réttir)
Kristján Óli (2 réttir)
Albert Brynjar (2 réttir)
Logi Tómasson (2 réttir)
Máni Austmann (1 réttur)
Ísak Andri (1 réttur)
Gummi Ben (1 réttur)
Besta-deild karla
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1. Víkingur R. | 22 | 15 | 4 | 3 | 56 - 23 | +33 | 49 |
2. Breiðablik | 22 | 15 | 4 | 3 | 53 - 28 | +25 | 49 |
3. Valur | 22 | 11 | 5 | 6 | 53 - 33 | +20 | 38 |
4. ÍA | 22 | 10 | 4 | 8 | 41 - 31 | +10 | 34 |
5. Stjarnan | 22 | 10 | 4 | 8 | 40 - 35 | +5 | 34 |
6. FH | 22 | 9 | 6 | 7 | 39 - 38 | +1 | 33 |
7. Fram | 22 | 7 | 6 | 9 | 31 - 32 | -1 | 27 |
8. KA | 22 | 7 | 6 | 9 | 32 - 38 | -6 | 27 |
9. KR | 22 | 5 | 6 | 11 | 35 - 46 | -11 | 21 |
10. HK | 22 | 6 | 2 | 14 | 26 - 56 | -30 | 20 |
11. Vestri | 22 | 4 | 6 | 12 | 22 - 43 | -21 | 18 |
12. Fylkir | 22 | 4 | 5 | 13 | 26 - 51 | -25 | 17 |
Athugasemdir