Bayern gerir lokatilraun til að fá Palhinha - Barcelona og PSG vilja Alvarez - Verður Isak áfram hjá Newcastle?
   fim 27. júní 2024 13:11
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Júlíus Mar spáir í 12. umferð Bestu deildarinnar
Júlíus Mar.
Júlíus Mar.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Hansi með sýningu í Kórnum.
Hansi með sýningu í Kórnum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Júlíus spáir flottum leik frá Adolf Daða en að það verði ekki nóg.
Júlíus spáir flottum leik frá Adolf Daða en að það verði ekki nóg.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Tólft umferð Bestu deildarinnar hefst í kvöld með leik Vestra og Fram á Kerecisvellinum á Ísafirði. Þrír leikir fara fram í kvöld og annað kvöld fara svo síðustu þrír leikir fram.

Júlíus Mar Júlíusson er samkvæmt heimildum Fótbolta.net skotmark félaga úr Bestu deildinni en hann er leikmaður Fjölnis sem er með jafnmörg stig og Njarðvík á toppi Lengjudeildarinnar.

Ísak Andri Sigurgeirsson, leikmaður Norrköping og U21 landsliðsins, spáði í leiki síðustu umferðar og var með einn leik réttan.

Svona spáir Júlíus leikjunum:

Vestri 2 - 2 Fram (í kvöld, 18:00)
Þetta verður fjörugur leikur. Framarar byrja á hælunum eftir þetta fræga flug vestur og lenda 2-0 undir en sýna karakter og koma til baka 2-2.

KR 3 - 0 Fylkir (í kvöld, 19:15)
KR-ingar komast loksins aftur á sigurbraut eftir sterkt jafntefli í Víkinni. Birgir Steinn setur eitt skallamark eftir horn og gefur tóninn svo koma mörk frá tveimur úr 112, Aroni Sig og Ægi Jarl, 3-0 lokatölur.

Stjarnan 2 - 3 Víkingur (í kvöld, 19:15)
Hörkuleikur í Garðabænum í kvöld þar sem tvö góð lið munu etja kappi. Stjörnumenn komast í 2-0 þar sem Adolf Daði skorar bæði mörkin en síðan byrjar ótrúleg endurkoma Víkinga sem endar með sigurmarki frá Gísla Gotta.

HK 0 - 1 KA (föstudagur, 18:00)
The Hans Viktor show. Hans Viktor eða Hansehey eins og hann er stundum kallaður verður munurinn á liðunum í þessum leik. Skorar sigurmarkið með skoti fyrir utan teig og krækir sér síðan í hreint lak. Maður umferðarinnar.

FH 1 - 2 Breiðablik (föstudagur, 19:15)
Ekki mikið að frétta í þessum leik, bæði lið passív en Blikarnir á endanum sterkari og vinna þessa skák.

ÍA 2 - 2 Valur (föstudagur, 19:15)
Hörkuleikur þar sem tvö mjög góð lið mætast. Það verða rauð spjöld og læti í blíðskaparveðri á skaganum þar sem Hinrik Harðar fer hamförum, skorar eitt og leggur upp hitt, 2-0. En Valsarar ólseigir og svara fyrir með mörkum frá afmælisbrósa Adam Páls og Lúkasi Loga.

Fyrri spámenn:
Helga Birkis (5 réttir)
Finnur Freyr (5 réttir)
Nadía Atla (4 réttir)
Sandra María (3 réttir)
Jóhannes Berg (2 réttir)
Stefán Teitur (2 réttir)
Kristján Óli (2 réttir)
Albert Brynjar (2 réttir)
Logi Tómasson (2 réttir)
Ísak Andri (1 réttur)
Gummi Ben (1 réttur)
Innkastið - Blikar brugðust og lið umferða 1-11
Besta-deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Víkingur R. 13 9 3 1 32 - 13 +19 30
2.    Breiðablik 13 8 2 3 27 - 15 +12 26
3.    Valur 13 7 4 2 32 - 18 +14 25
4.    ÍA 12 6 2 4 24 - 17 +7 20
5.    FH 12 6 2 4 22 - 21 +1 20
6.    Fram 12 4 4 4 18 - 18 0 16
7.    Stjarnan 13 5 1 7 24 - 28 -4 16
8.    KR 12 3 4 5 22 - 24 -2 13
9.    HK 12 4 1 7 15 - 23 -8 13
10.    KA 12 3 2 7 19 - 28 -9 11
11.    Vestri 12 3 1 8 15 - 31 -16 10
12.    Fylkir 12 2 2 8 18 - 32 -14 8
Athugasemdir
banner
banner
banner