mán 05. september 2022 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Rodgers: Það er engin töfralausn
Brendan Rodgers
Brendan Rodgers
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Brendan Rodgers, stjóri Leicester City á Englandi, segir að það sé engin töfralausn við vandamáli liðsins en það er enn í leit að sínum fyrsta sigri í deildinni.

Leicester beið lægri hlut fyrir Brighton, 5-2, í gær en það hefur ekki enn unnið leik í deildinni þegar sex umferðir eru búnar.

Liðið er á botninum með einungis eitt stig. Rodgers segir að það vanti mikið sjálfstaust í liðið en bendir þó einnig á að hlutirnir séu fljótir að breytast í boltanum.

„Þessi úrslit eru vonbrigði. Betra liðið vann og það er raunveruleikinn. Við byrjuðum frábærlega og skoruðum en gerðum nokkur mistök í leiknum sem hleypti Brighton aftur inn í hann. Yfir bæði sjónarmiðin í leiknum, það er að segja varnarleikurinn þar sem við gerum mistök og svo gáfum við boltann auðveldlega frá okkur. Manni er refsað gegn liði sem spilar ótrúlega vel sem liðsheild. Það er það sem gerðist."

„Lið með sjálfstraust getur kannski klárað þetta dæmi en þessi strákar, guð blessi þá, eru í vandræðum með sjálfstraustið. Þegar það gerist þá verður leikurinn erfiður, en þeir gáfu allt, börðust og voru hlaupandi allan leikinn."

„Þessi kafli er mikil áskorun og hefur verið það frá því undirbúningstímabilið fór af stað. Við verðum að halda áfram að berjast. Þetta er erfiði kaflinn núna en við verðum bara að halda áfram og vera sterkir. Það er mikil samheldni í liðinu og allir eru að leggja hart að sér. Hlutirnir eru fljótir að breytast í fótboltanum og við verðum bara að halda áfram að leita úrslitunum og frammistöðunni til að byggja sjálfstraustið."

„Ég mun gera mitt allra besta. Frá fyrsta degi er það sem ég hef reynt að gera. Ákvörðunin um þða hvort ég sé rétti maðurinn til að leiða félagið áfram er hjá einhverjum öðrum en mér. Ég mun reyna að bæta þá og ná í fyrsta sigurinn. Þetta er áskorun en maður verður að vera bjartsýnn og halda áfram að fókusera á góðu hlutina. Það er engin töfralausn við þessu, heldur bara halda áfram að leggja mikla vinnu í þetta,"
sagði Rodgers.
Athugasemdir
banner
banner
banner