Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 05. desember 2019 22:14
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Við erum hræðilegir og við vitum af því"
Mynd: Getty Images
Bið Arsenal eftir sigri í ensku úrvalsdeildinni er orðinn löng. Liðið sigraði síðast í byrjun október þegar liðið lagði Bournemouth, 1-0 á heimavelli. Liðið tapaði gegn Brighton, 1-2 á heimavelli í kvöld.

Síðan eru liðnir sjö deildarleikir þar sem sigur hefur ekki unnist. Arsenal hefur einungis unnið fjóra deildarsigra í fyrstu 15. umferðum deildarinnar. Freddie Ljungberg stýrir Arsenal þessa dagana eftir að Unai Emery var látinn fara fyrir síðustu helgi.

Alls eru nú níu leikir síðan liðið sigraði leik, liðið hefur ekki sigrað síðan liðið lagði Vitoria eftir endurkomu í Evrópudeildinni þann 24. október. 6 vikur eru liðnar síðan sá sigur kom í hús.

Piers Morgan, fjölmiðlamaður og mikill stuðningsmaður Arsenal, er orðinn þreyttur á stöðu mála. Þegar Brighton komst yfir á ný í leik kvöldsins. Hann svaraði færslu opinbers Twitter-reiknings Arsenal á þessa leið:

„Við erum hræðilegir.. og við vitum af því."


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner